Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 21
eiginleg ábyrgð ráðherra á stjórnarathöfnum kemur og til greina í miklu fleiri tilfellum en þessum og er ekki færi á að rekja það hér. Engu að síður er sem sagt formlega hægt að lýsa vantrausti á einstökum ráðherrum. 1 fram- kvæmd er þó oft hæpið, að slíkt megi verða. Hitt er miklu sennilegra, að stjórnin öll yrði að segja af sér, ef svo færi, að slik tillaga væri samþykkt. A. m. k. verður ekki komizt hjá þvi með loðnum yfirlýsingum, að ef menn vilja stjórn, sem ekki fær staðizt, nema þeim ógeðfeldir aðilar standi að henni eða taki þátt í henni, þá verða þeir þar að kingja hinu súra með hinu sæta. Fer þá eftir smekk manna, hvort þeir vilja láta á sér sjá eða ekki. Eins fer það eftir mati ráðherra, hversu linur stuðningurinn má vera til þess, að hann telji sér sætt. Vantrauststillögu á stjórn Ólafs Thors vorið 1942 var t. d. vikið frá með rökstuddri dagskrá, þar sem segir að „Alþingi telur ástæðulaust að láta atkvæði ganga um til- löguna." 1 þessu fellst engu að síður nægilegur stuðning- ur, þar sem vitnað er til framgangs stjórnarskrárbreyt- ingarinnar, en meiri hluti Alþingis hafði fyrirfram sam- ið um að verja stjórnina vantrausti þangað til það mál væri gengið fram. Mun linari var stuðningurinn við stjórn Sigurðar Eggerz 1923, er vantrausti á hana var vikið frá með 20 atkv. gegn 5 á þann veg, að með tilliti til þess, að Alþingi hefði staðið nærfellt 3 mánuði, þinglausnir á- kveðnar og kosningar fyrir dyrum, „finnur þingið ekki ástæðu til að afgreiða þessa tillögu." Þótt bein þýðing vantraustsyfirlýsinga hafi ekki reynzt ýkjamikil hér á landi, fer ríkisstjórn oft frá vegna þess að fylgi hennar er þorrið. Getur þar margt komið til greina. Ósigur við kosningar, breytt atvik að öðru leyti, ágreiningur um málefni og fleira. Áhrif kosninga eru hér mest, því að segja má, að hverj- ar einustu almennar kosningar hafi leitt til stjórnarbreyt- inga, annað hvort á undan eða eftir, strax eða skjótlega. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.