Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 12
son, þegar Hannes fór frá 1909. Um þriðja ráðherrann í röðinni, Kristján Jónsson, var allt óvissara. Við fall Björns Jónssonar á Alþingi 1911 riðlaðist meirihlutinn, sem verið hafði. Komu þá tvö ráðherraefni til greina: Kristján Jónsson og Skúli Thoroddsen. Hvorugur þeirra virðist hafa náð fylgi eiginlegs meirihluta, en hvor um sig líklega haft vissu fyrir því, að honum yrði ekki steypt á því þingi, ef hann væri skipaður í embættið. Kristján Jónsson varð fyrir vali konungs. Dæmið um Kristján Jónsson sýnir, að svo kann að standa á, að mikilsvert er í hverri röð mönnum er falin stjórnarmyndun, vegna þess að sá, sem fyrstur reynir, hafi bezta möguleika til að mynda stjórn. Þó getur það brugðið til beggja vona. Sú varð raunin 1924. Þá varð Jón Þorláksson, sem hafði eindregin stuðning stærsta flokks- ins, Ihaldsflokksins, að gefast upp eftir nokkurra vikna tilraunir af því að honum tókst ekki að fá nægan stuðning annars staðar til að ná meirihluta þingsins. Jón Magnús- son gat aftur á móti aflað sér slíks stuðnings strax og hann reyndi. Má vera, að þar hafi hvort tveggja komið til, að menn hafi verið orðnir leiðir á þófinu, og að Jón Magn- ússon hafi þá átt meiri vinsældum að fagna hjá þeim, er ná þurfti utan Ihaldsflokksins til myndunar meirihluta. Vafi kann stundum að leika á um það, hvað sé nægur meirihluti. Á meðan konungkjörnir þingmenn voru, var um það deilt, hvort þeir skyldu taldir með. Neðri deild Alþing- is samþykkti út af vantrauststillögu gegn Kristjáni Jóns- syni 1911 svhljóðandi rökstudda dagskrá: „Þingdeildin telur ekki rétt, að nokkur sé skipaður í ráðherrasess, ef hann hefur ekki stuðning meirihluta þjóðkjörinna þing- manna, nema ekki sé annars kostur, svo að í bili þurfi að skipa mann til að veita umboðsmálum forstöðu. En í því trausti, að núverandi ráðherra framfylgi stjórnarskrár- breytingu á þessu þingi, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá". Oftar sést og vikið að því í umræðum, að hér komi hinir þjóðkjörnu þingmenn einir til greina. í fram- 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.