Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 12
son, þegar Hannes fór frá 1909. Um þriðja ráðherrann í röðinni, Kristján Jónsson, var allt óvissara. Við fall Björns Jónssonar á Alþingi 1911 riðlaðist meirihlutinn, sem verið hafði. Komu þá tvö ráðherraefni til greina: Kristján Jónsson og Skúli Thoroddsen. Hvorugur þeirra virðist hafa náð fylgi eiginlegs meirihluta, en hvor um sig líklega haft vissu fyrir því, að honum yrði ekki steypt á því þingi, ef hann væri skipaður í embættið. Kristján Jónsson varð fyrir vali konungs. Dæmið um Kristján Jónsson sýnir, að svo kann að standa á, að mikilsvert er í hverri röð mönnum er falin stjórnarmyndun, vegna þess að sá, sem fyrstur reynir, hafi bezta möguleika til að mynda stjórn. Þó getur það brugðið til beggja vona. Sú varð raunin 1924. Þá varð Jón Þorláksson, sem hafði eindregin stuðning stærsta flokks- ins, Ihaldsflokksins, að gefast upp eftir nokkurra vikna tilraunir af því að honum tókst ekki að fá nægan stuðning annars staðar til að ná meirihluta þingsins. Jón Magnús- son gat aftur á móti aflað sér slíks stuðnings strax og hann reyndi. Má vera, að þar hafi hvort tveggja komið til, að menn hafi verið orðnir leiðir á þófinu, og að Jón Magn- ússon hafi þá átt meiri vinsældum að fagna hjá þeim, er ná þurfti utan Ihaldsflokksins til myndunar meirihluta. Vafi kann stundum að leika á um það, hvað sé nægur meirihluti. Á meðan konungkjörnir þingmenn voru, var um það deilt, hvort þeir skyldu taldir með. Neðri deild Alþing- is samþykkti út af vantrauststillögu gegn Kristjáni Jóns- syni 1911 svhljóðandi rökstudda dagskrá: „Þingdeildin telur ekki rétt, að nokkur sé skipaður í ráðherrasess, ef hann hefur ekki stuðning meirihluta þjóðkjörinna þing- manna, nema ekki sé annars kostur, svo að í bili þurfi að skipa mann til að veita umboðsmálum forstöðu. En í því trausti, að núverandi ráðherra framfylgi stjórnarskrár- breytingu á þessu þingi, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá". Oftar sést og vikið að því í umræðum, að hér komi hinir þjóðkjörnu þingmenn einir til greina. í fram- 6

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.