Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 55
legum grundvelli, þ. e. réttu mati á því, hvaða verð gæfi
einokunarhafanum mestan gróða, heldur á einfaldri svíð-
ingshugsun eins og hér á landi í fyrri tíð, til stórtjóns fyrir
einokunarhafana, en til dráps og eyðileggingar fyrir
„skiftavinina" eins og fyrrum hér á landi. — Grænlend-
ingar fá nú aðeiins sárlítið af öllum kryolit-gróðanum. Þeir
mega ekki einu sinni vinna í kryólitnámunni, af því að sú
vinna er greidd með mannsæmandi kaupi.
Svo sagði Lannung:
„Það hefir verið föst grundvallarregla um töluvert yfir
hundrað ár, að allar ríkistekjur af Grænlandi skyldu ein-
vörðungu vera notaðar Grænlendingum til gagns og góða,
og í tíð síðustu kynslóðar hefir þetta verið greinilega tekið
fram í Grænlandslögunum."
Mér er öldungis ókunnugt um, að þetta hafi nokkru sinm
verið ætlun Danmerkur, en þó enn miklu síður, að það hafi
nokkru sinni komist í framkvæmd. Hvert fer nú t. d. gróð-
inn af kryólitinu? Og hvert er ágóðanum af öðrum námu-
auðæfum Grænlands ætlað að renna? Vita ekki allir, að
matvörur Grænlands eru seldar fyrir hálfvirði eða minna
til neytslu í Kaupmannahöfn o. s. frv.?
Sannleikurinn í þessu er svona: Fyr á öldum og alt fram
á 19. öld voru allir, einnig Danir, sannfærðir og sammála
um, að Grænland væri nýlenda Islands. Bar Islandi þá vit-
anlega að standa straum af kostnaði af því. Meðan Al-
menna verzlunarfélagið í Khöfn hafði bæði Grænland og
íslandsverzlunina á 18. öld (frá 1764) fór þetta fram á
þann hátt, að af afgjaldinu fyrir einokunina á Islandi
greiddi það sjálfu sér styrk þann, sem konungur hafði lof-
að að greiða því fyrir trúboðið og siglinguna til Grænlands
og vopnum skipanna, en skilaði konungi svo afganginum,
svo peningarnir fóru ekki gegnum sjóð konungs, sem ann-
ars var þó venjan. Féð, sem greitt var fyrir stofnun „ný-
lendna" og útbúa frá þeim á Grænlandi, var ekki greitt af
Danmörk eða Noregi, heldur úr sjóði konungs, framhaldi
fatabúrsins gamla, sem tekjurnar af Islandi runnu, og
49