Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 35
JÓN DÚASON:
Hvað sagði Danmörk Sþ.
urn réttarstöðu Grænlancls?
Um allar umliðnar aldir fram til ca. 1830 hefir aldrei
leikið nokkur efi á því, að Grænland væri nýlenda Islands.
I lærðum formála á latínu fyrir Grágásarútgáfunni ]829
hélt danski stjórnlaga- og réttarsöguprófessorinn við
Kaupmannahafnarháskóla, J. F. W. Schlegel, þessari ís-
lenzku réttarstöðu Grænlands fram á grundvelli Grágásar
sjálfrar, og endurtók svo þetta á dönsku 1832 í I. bindi af
Nordisk Tidsskrift for Oldkyndighed, bls. 109—150.‘)
Síðan bjuggu Danir til þá kenning, að Grænland hefði
verið sjálfstætt lýðveldi í fornöld, er gengið hefði undir
Noregskonung 1261. Aldrei hefir af hálfu Dana sjálfra
verið reynt að sanna þessa kenning, og það hefir heldur
ekki fundist nokkuð hið minnsta henni til stuðnings. En
1) „ .. . íordi ved den [Grágásj bedst erholdes Kundskab om ...
Landets Forhold til andre Stater, især de nordiske, og til dets grön-
iandske Colonier"..I Graagaasen íindes de mest afgjörende
Lovbestemmelser om Islands Forhold til sin grönlandske Colonie
...“ „Heraf skjönnes baade at islandske Love og Retsnormer
vare ogsaa gjeldende paa Grönland, og at Domstoiene her vare
organiserede paa lignende Maade som i Island, og at Retspleien
var paa denne grönlandske Coionie ligesaa betryggende som paa
Moderlandet Island — saa at man derfor tillagde de Domme her
afsagdes fuld Retsvirkning." (Sjá Grönl. hist. Mind. III., 431, 434).
29