Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 7
hygli manna og umræður varðandi Efnahagsbandalagið hafi hingað til beinzt í aðra átt og einkum snúizt um það, hvort æskilegt, skynsamlegt eða jafnvel óhjákvæmi- legt væri fyrir fslendinga að leita eftir einhvers kouar tengslum við bandalagið. Um þá hlið málsins verður hér ekki fjallað. f íslenzku stjórnarskránni er aðeins eitt ákvæði, sem sérstaklega lýtur að skiptum landsins út á við, og þó að- eins að samningsgerð þess við önnur riki. Það er 21. gr. stjórnarskrárinnar. Hún er svohljóðandi: „Forseti lýð- vefdisins gerir samninga við önnur riki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa lil breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Al- þingis komi til.“ Hér er forseta landsins fengið vald til að gera samn- inga við önnur ríki og stofna til skuldbindinga af íslands hálfu — vitaskuld með atbeina og á ábyrgð ráðherra sem endranær. Samningaheimild forseta eru þó veruleg takmörk sett. Samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar er, eins og víðast hvar í þingstjórnarlöndum, samþykki Al- þingis áskilið til tiltekinna milliríkjasamninga. Tekur það til milliríkjasamninga, er hafa í sér fólgið afsal eða kvað- ir á landi eða landhelgi eða horfa til breytinga á stjórn- arhögum ríkisins. Hér skal eigi farið langt út í skýringar á þessu stjórn- arskrárákvæði, enda er það í sjálfu sér auðskilið. Þó getur orkað tvímælis um skilning á niðurlagi þess, þar sem samþykki Alþingis er áskilið til samninga, er horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Það er ekki full- ljóst við hvers konar samninga hér er átt. Hugsanlegt er að skilja ákvæðið á þá lund, að þar sé átt við þá samninga eina, sem á einhvern hátt snerta efni, sem stjórnarskráin fjallar um. En það má einnig skilja svo, að samþykki Alþingis sé nauðsynlegt til allra þeirra milli- ríkjasamninga, sem eigi er unnt að fullnægja á stjórn- Tímarit lögfræðinga 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.