Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 12
samningar og yfirlýsingar frá alþjóðastofnunum séu ein- ungis skuldbindandi fyrir íslenzka ríkið, nema annað sé beinlínis fram tekið.. Eins og áður er getið, hefur Island gerzt aðili að ýms- um mikilvægum alþjóðasamtökum á síðari árum, eða nánar tiltekið tvo síðustu áratugina, en fyrir þann tima tíma tók ísland af skiljanlegum ástæðum lítinn þátt i alþjóðlegu samstarfi. Þannig gerðist ísland þegar fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna aðili að ýmsum alþjóðleg- um stofnunum, svo sem alþjóðabankanum, alþjóðagjald- eyrissjóðnum, matvæla og landbúnaðarstofnuninni, flug- málastofnuninni og alþjóðlegu vinnumálastofnuninni, er allar hafa síðar tengzt Sameinuðu þjóðunum sem sérstofn- anir þeirra samtaka. Arið 1946 gekk svo ísland i hið ný- stofnaða þjóðabandalag, Sameinuðu þjóðirnar, víðtæk- ustu og valdamestu alþjóðasamtök, sem til þess tíma höfðu verið stofnuð. Síðan hefur svo íslend gerzt þátt- takandi í flestum þeim sérstofnunum Sameinuðu þjóð- anna, sem settar hafa verið á fót. Árið 1948 gerðist það aðili að Efnahagsstofnun Evrópu. Evrópuráðið var stofn- að árið 1949. ísland var ekki meðal stofnenda þess, en var boðin þátttaka á fyrsta-fundi ráðsins, og gerðist þátttakandi þessa bandalags, sem fyrst og fremst vinnur að fjárhags- og menningarmálum. A vegum Evrópu- ráðsins var gerður Evrópusamningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsi, en samkvæmt þeim samn- ingi voru settar á fót tvær mikilsverðar alþjóðastofnanir: mannréttindanefndin og mannréttindadómstóllinn. Samn- ingur þessi var af íslands hálfu fullgiltur 1953, og gerð- ist þá Island um leið aðili að þessum stofnunum. Atlants- hafsbandalagið var sett á stofn árið 1949, og var Island eitt af stofnríkjum þess, svo sem kunnugt er. Arið 1952 gerðist ísland aðili að Norðurlandaráðinu. Hér hafa verið nefnd nokkur helztu alþjóðasamtök, sem ísland hefur gerzt aðili að á undanförnum árum. Þau bandalög eru auðvitað að ýmsu leyti hvert öðru ólik, 10 Tímcirit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.