Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 17
þá'ékki lengur með æðstu völd í landinu, eru ekki leng- ur fullgildir húsbændur á sínu heimili. Þvilikt valda- afsal fær varla staðizt, nema samkvæmt sérstakri stjórn- lagaheimild eða að undangenginni stjórnarskrárbreytingu, einkanlega ef aðildarsamningurinn á að gilda um aldur og ævi eða er ekki uppsegjanlegur, nema með óvenju löngum fyrirvara. Sjálfsagt skiptir það þó máli, hveimig aðstöðu landsins að öðru leyti ætti að vera liáttað hjá hlutaðeigandi alþjóðastofnun, þ.e.a.s. í hinni sameigin- legu stjórn stofnunarinnar, og þá fyrst og fremst það, hvort aðildarríki á þar fast sæti, lívort ákvarðanir eru háðar einróma samþykki þátttöku'ríkjanna, eða hvort samþykkt meiri hluta er fullnægjandi, hvernig svo sem sá meiri hluti er. Sé einróma samþykkis krafizt og öll aðildarríkin eiga fast sæti í stjórnarst'ofnun þeirri, sem ákvörðun tekur, hefur landið raunverulega neitunarvald. Þá yrði síður talin þörf á sérstakri stjóhnlugaheimild. Einnig er eðlilegt, að á það sé litið, hvort skuldbindingar aðildarríkjanna gagnvart hinni alþjóðlegu stofnun eru raunverulega gagnkvæmar eða ekki. Séu skuldbinding- arnar alls ekki gagnkvæmar, eða ekki nema í orði kveðnu, er enn ríkari ástæða en alla til þess að krefjast sérstakr- ar stjórnlagaheimildar. Ef sá millirikjasamningur, sem alþjóðastofnun er byggð á, er gerður til skamms tíma, eða er uppsegjanlegur af hálfu aðildarríkjanna, þ.e.a.s. hvert ríki getur sagt sig úr samtökunum með eðlilegum uppsagnarfresti, er senni- legt, að samþykki Alþingis samkvæmt 21. gr. stjórnar- skrárinnar yrði talið nægja. Þó kemur það efalaust tii álita, hversu mikilvægar fullveldistakmarkanirnar eru. Neyðarástand eða sérstakar aðstæður gætu e.t.v. rétt- lætt, að ísland gerist aðili að þess háttar alþjóðastofnun, sem hér um ræðir, án undangenginnar stjórnarskrár- breytingar. Þegar alls ér gætt, lield ég að aðalreglan verði samt sem áður sú, að ísland geti ekki gerzt aðili að alþjóða- Tímarit lögfræðinga 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.