Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Síða 19
komið á fót. En Kola- og stálsamsteypan var stofnuð þegar árið 1952, og átti þáverandi utanríkismálaráðherra Frakka, Schumann, frumkvæði að stofnun þess banda- lags. Er Kola- og stálsamsteypan á sinu sviði með svip- uðu sniði og Efnahagsbandalagið, en stofnsamningur hennar er hins vegar aðeins gerður til 50 ára. Öll eru bandalög þessi í rauninni greinar á sama meiði. Markmiðum og verkefnum Efnahagsbandalagsins verð- ur hér eigi lýst. Þess skal aðeins getið, og þá fyrst og fremst til að minna á það, að hvaða málefnum ákvarð- anir bandalagsstofnananna geta sérstaklega lotið, að sam- kvæmt Rómarsáttmálanum skal komið á sameiginlegum eða frjálsum vöru-, vinnu-, þjónustu- og fjármagnsmark- aði í öllum bandalagslöndunum. Jafnframt skal komið á sameiginlegri stefnu i landbúnaðar og sjávarútvegs- málum. Stjórn Efnahagsbandalagsins er i 'höndum fjögurra aðalstofnana, þ. e. framkvæmdastjórnarinnar, sem er skipuð 9 mönnum, ráðsins eða ráðherranefndarinnar, sem í á sæti einn ráðherra frá hverju bandalagsríki, þings- ins, sem er, eins og sakir standa, skipað fulltrúum frá þjóðþingum þátttökuríkjanna og dómstólnum, sem skip- aður er 7 dómurum. Ákvörðunarvald í málefnum bandalagsins er fyrst og fremst i höndum ráðsins eða ráðherranefndarinnar, en framkvæmdastjórnin gerir einkum tillögur til ráðsins, og er gert ráð fyrir því að ákvarðanir ráðsins séu yfirleitt teknar eftir tillögum framkvæmdastjórnarinnar. Fyrir- mælum ráðsins er skipað niður í mismunandi flokka, eftir þvi hversu víðtækt gildi þeim er ætlað, en út í þá flokkun er eigi hægt að fara hér. En þau fyrirmæli, sem hér er fyrst og fremst um að ræða, eru ákvarðanir sam- kvæmt 2. og 4. lið 189. gr. Rómarsamningsins. Þinginu er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmdastjórninni, en dómstóllinn hefur með höndum túlkun samningsins og ákvörðun ýmissa lagaatriða, t. d. hvort samningsákvæð- Tímarit lögfræðinga 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.