Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 21
ríkin, lieldur og beinlínis fyrir þegna þeirra, stofnanir og félög. Úrskurðum dómsins yrði t. d., að því er virðist, fullnægt með aðför í aðildarríkjunum. Ákvarðanir ráðs- ins hafa gildi sem lög eða stjórnvaldaerindi innan að- ildarrikjanna, án þess að nokkurrar staðfestingar eða löggildingar þurfi við af hálfu 'hlutaðeigandi dómstóla eða stjórnarvalda. Ráðinu eru ætlað að taka ákvarðanir á þeim sviðum, sem Rómarsamningurinn tekur til. Randalagsstjórnin fær því i hendur ákvörðunarvald um tiltekin efnahagsmál innan aðildarríkjanna — verður yfirstjórn á þeim sviðum. Þær ákvarðanir og þeir úrskurðir Elfnahagsbandalags- ins, sem hér hefur verið rætt um, hafa því ekki aðeins þjóðréttarlegar verkanir, heldur og beinar lögfylgjur innanlands. Samkvæmt Rómarsáttmálanum er gert ráð fyrir þátt- töku nýrra aðildarrikja. Geta þau nýju þátttökuríki ým- ist orðið fullgildir aðilar eða svokallaðir aukaaðilar. Sam- kvæmt 237. gr. Rómarsáttmálans getur sérhvert riki i Evrópu sótt um aðild að bandalaginu, en það er ráðið, sem ræður þvi, hvort ríki er veitt innganga. Verður ráðið að samþykkja þá ákvörðun einróma, þ.e.a.s. að þar hefur hvert aldildarríkjanna neitunarvald. Áður en nýtt ríki er tekið í samtökin, hafa að sjálfsögðu átt sér stað samningaumleitanir á milli aðildarríkjanna og þess rikis, sem aðildar leitar. Þegar ríki gerist fullgildur aðili fær það yfirleitt sömu réttarstöðu og stofnríkin. Samkvæmt 238. gr. Rómarsáttmálans getur ríki orðið aukaaðili bandalagsins. Fer þá réttarstaða þess gagnvart bandalaginu eftir sérstökum aukaaðildarsamningi, sem gerður er við hvert aukaaðildarriki sérstaklega, og eru engin nánari fyrirmæli í Rómarsáttmálanum um þá samninga. Af því sem hér hefur verið sagt, er auðsætt, að sjálfs- ákvörðunarréttur aðildarríkja Efnahagsbandalagsins er verulega skertur á vissum sviðum og að stofnskráin felur Tímarit tögfræðinga 19

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.