Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Qupperneq 23
ingu, hvort breyta þurfi stjórnarskránni, ef ísland gerist
aukaaðili að Efnahagsbandalaginu, verður ekki að svo
stöddu svarað með neinni vissu, hvorki játandi né neit-
andi. Henni yrði i rauninni þá fyrst hægt að svara, er
fyrir lægi, hvert verða myndi efni aukaaðildarsamnings
við ísland, ef til kæmi. Á þessu stigi málsins er aðeins
unnt að benda á fáein atriði til leiðbeiningar.
Hingað til hefur aðeins einn aukaaðildarsamningur ver-
ið gerður. Það er samningurinn við Grikkland. Sam-
kvæmt þeim samningi er stefnt að fullri aðild Grikkja
að tilteknum tíma liðnum. Þar er því í rauninni fyrst
og fremst um að ræða afbrigðilegt aðlögunartímabil, en
þó mun neitunarvald Grikkja einnig ríkara en hinna full-
gildu aðila. Ef ísland ætlaði að gera slikan aukaaðildar
samning, þyrfti liklega stjórnarskrárbreytingu eða sér
staka stjórnlagaheimild. Þó myndi þar skipta miklu máli,
hvort Islandi væri ætlað neitunarvald í þeim stofnunum,
sem settar væru á fót með samningnum. Auðvitað verð-
ur alls ekki fullyrt á þessu stigi, að allir aukaaðildarsamn-
ingar verði steyptir i mót gríska samningsins.
Sé gert ráð fyrir varanlegum aukaaðildarsamningi,
kemur það fyrst og fremst til álita, hvers eðlis og hversu
viðtækar skuldbindingar Islands eru, og hverju valdi er
afsalað til stofnana bandalagsins. Verður að meta það
eftir þeim grundvallar sjónarmiðum, sem rakin eru að
framan, hvort fullveldistakmarkanir þær, sem af samn-
ingnum leiða, séu svo verulegar, að stjórnarskrárbreyt-
ing eða sérstök stjórnlagaheimild sé nauðsynleg. Þótt
ekki væri t. d. samið um annað en samskonar ævarandi
tollabandlag eins og i Rómarsáttmálanum felst, s)rnist
höggvið nærri 40. gr. stjórnarskrárinnar, er segir að eng-
an skatt megi á leggja né breyta né aftaka nema með
lögum. Væri aukaaðildarsamningur uppsegjanlegur af
beggja hálfu, er sennilegt, að hann yrði gerður án stjórn-
arskrárbreyingar. Annars er, eins og áður er sagt, ekki
bægt að fullyrði um það fyrirfram, meðan ekki er vilað,
Tímarit lögfræðinga
21