Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 27
endur geti kjörið alþingismenn með tilliti til afstöðu þeirra til framkomins stjórnlagafrumvarps, og þar með óbeint látið í ljós vilja sinn varðandi fyrirhugaða þátt- töku íslands i þeirri alþjóðastofnun, sem um er að ræða. Það er þó svo, að í kosningunum er ekki beint greitt at- kvæði um stjórnarskrárbreytinguna og því siður um að- ild íslands að hlutaðeigandi alþjóðastofnun. 1 alþingis- kosningum eru oftast nær jafnframt framkomnu stjórnar- skrárfrumvarpi mörg önnur mál á dagskrá. Það kunna því ýmis önnur sjónarmið að ráða þingmannakjöri held- ur en afstaða frambjóðenda til stjórnarskrárfrumvarps. Reynslan sýnir, að þar ráða flokksleg sjónarmið mestu. Þingrofi og alþingiskosningum verður því alls ekki jafn- að til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Alþingis- kosningar eru því engan veginn óbrigðult ráð til að kanna afstöðu manna til einstaks máls. Það tekur auk þess alltaf talsverðan tíma að koma stjórnarskrárbreytingu í kring. Ég held þess vegna, að rétt væri að opna greið- færari en jafnframt öruggari leið heldur en alþingiskosn- ingar eru til þess að kanna vilja kjósenda varðandi þátt- töku í tiltekinni alþjóðastofnun, enda þyrfti þá um leið að tryggja, að vilji meiri hluta kjósenda réði endan- lega úrslitum um það mál. Sú leið, sem hér liggur bein- ast við, er þjóðaratkvæði um það, hvort leitað skuli eftir aðild að alþjóðastofnun. Þjóðaratkvæði er mildu örugg- ara úrræði til að ganga úr skugga um afstöðu manna til þeirrar ákveðnu spurningar heldur en almennar al- þingiskosningar. Aðalreglan ætti að mínum dómi að vera sú, að Island gæti ekki gerzt aðili að valdamiklum alþjóðastofnunum, eins og t. d. Efnahagsbandalaginu, án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, er sýndi að meiri hluti — jafnvel aukinn meiri hluti — kjósenda vildi slíga það spor og fallast á það valdaafsal til alþjóðastofn- unar, er þar af leiddi. Þá reglu ætti að festa í stjórnar- skránni. Loks má á það benda, að Danir — og reyndar aðrar Tímarit lögfræðinga 25

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.