Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 27
endur geti kjörið alþingismenn með tilliti til afstöðu þeirra til framkomins stjórnlagafrumvarps, og þar með óbeint látið í ljós vilja sinn varðandi fyrirhugaða þátt- töku íslands i þeirri alþjóðastofnun, sem um er að ræða. Það er þó svo, að í kosningunum er ekki beint greitt at- kvæði um stjórnarskrárbreytinguna og því siður um að- ild íslands að hlutaðeigandi alþjóðastofnun. 1 alþingis- kosningum eru oftast nær jafnframt framkomnu stjórnar- skrárfrumvarpi mörg önnur mál á dagskrá. Það kunna því ýmis önnur sjónarmið að ráða þingmannakjöri held- ur en afstaða frambjóðenda til stjórnarskrárfrumvarps. Reynslan sýnir, að þar ráða flokksleg sjónarmið mestu. Þingrofi og alþingiskosningum verður því alls ekki jafn- að til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Alþingis- kosningar eru því engan veginn óbrigðult ráð til að kanna afstöðu manna til einstaks máls. Það tekur auk þess alltaf talsverðan tíma að koma stjórnarskrárbreytingu í kring. Ég held þess vegna, að rétt væri að opna greið- færari en jafnframt öruggari leið heldur en alþingiskosn- ingar eru til þess að kanna vilja kjósenda varðandi þátt- töku í tiltekinni alþjóðastofnun, enda þyrfti þá um leið að tryggja, að vilji meiri hluta kjósenda réði endan- lega úrslitum um það mál. Sú leið, sem hér liggur bein- ast við, er þjóðaratkvæði um það, hvort leitað skuli eftir aðild að alþjóðastofnun. Þjóðaratkvæði er mildu örugg- ara úrræði til að ganga úr skugga um afstöðu manna til þeirrar ákveðnu spurningar heldur en almennar al- þingiskosningar. Aðalreglan ætti að mínum dómi að vera sú, að Island gæti ekki gerzt aðili að valdamiklum alþjóðastofnunum, eins og t. d. Efnahagsbandalaginu, án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, er sýndi að meiri hluti — jafnvel aukinn meiri hluti — kjósenda vildi slíga það spor og fallast á það valdaafsal til alþjóðastofn- unar, er þar af leiddi. Þá reglu ætti að festa í stjórnar- skránni. Loks má á það benda, að Danir — og reyndar aðrar Tímarit lögfræðinga 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.