Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 31
ur ónnur samþykkt nefnzt frá fornu fari, og hyggja menn nú, að hún sé nokkrum áratugum yngri eða frá árinu 1300 eða öllu heldur 1302. Sáttmálinn, sem gerð- ur var 1262, er hins vegar af sagnfræðingum kallaður Gissurarsáttmáli, og mun ég hér vitna til hans, því að hann er frumheimildin og sem sagt sá, sem almenning- ur hyggur við átt, þegar rætt er um Gamla sáttmála. Skal ég nú lesa Gissurarsáttmála, eins og hann er prent- aður, þar sem hann mun nú einna flestum tiltækur, í íslendingasögu Jóns prófessors Jóhannessonar, með grein- artölum, sem hann setti til hægðarauka. Sáttmálinn hljóðar svo: „Það var sammæli bænda fyrir norðan land og sunnan, 1) að þeir játuðu ævinlegan skatt herra Hákoni kon- ungi og Magnúsi konungi, land og þegna, með svörn- um eiði, tuttugu álnir hver sá maður, sem þingfarar- kaupi á að gegna. Þetta fé skulu saman færa hrepp- stjórar og til skips og fá i hendur konungs umboðs- manni og vera þá úr ábyrgð um það fé. 2) Hér í mót skal konungur láta oss ná friði og is- lenzkum lögum. 3) Skulu sex skip ganga af Noregi til íslands tvö sum- ur hin næstu, en þaðan í frá sem konungi og hinum beztu bændum landsins þykir hentast landinu. 4) Erfðir skulu uppgefast i Noregi fyrir islenzkum mönnum, hversu lengi sem þær hafa staðið, þegar réttir arfar koma til eða þeirra umboðsmenn. 5) Landaurar skulu uppgefast. 6) Slíkan rétt skulu íslenzkir menn hafa í Noregi sem þá, er þeir hafa beztan haft, og þér hafið sjálfur boðið á yðrum bréfum og að halda friði yfir oss, svo sem guð gefur yður framast afl til 7) Jarlinn viljum vér yfir oss hafa, meðan hann held- ur trúnað við yður, en frið við oss. 8) Skulum vér og vorir arfar balda allan trúnað við Tímarit lögfræðinga 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.