Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 40
yfir íslenzkum höfðingjum, sem sumir voru hirðmenn lians og honum því hollustuskyldir, og norskum biskup- um á Islandi og áhrifum á verzlun og siglingar til að efla þá til valda, sem honum liöfðu lieitið trúnaði, en eyða völdum hinna, er hann ekki treysti. Til beinnar valdbeit- ingar norskra umhoðsmanna konungs hér á landi kom ekki. Konungur lét sér nægja að halda þeim örfáu ís- lendum, sem hann vildi ekki að færu til íslands, kyrr- um í Noregi og beitti a.m.k. oftast íslendingum eða bisk- upum landsins fyrir sig, þegar hann þurfti stuðnings við til kvaðningar manna frá Islandi til Noregs. Um eigin- lega valdbeitingu konungs, sem neyddi Islendinga til samningsgerðar, er þess vegna ekki að ræða. Manni flýg- ur þó í hug, hvort það hafi einungis verið tilviljun, að Hákon konungur fór herför vestur um haf til norðan- verðra Bretlandseyja 1263. En svo er að sjá sem sú her- för hafi verið undirbúin í skyndi og geti þess vegna ekki verið því til að dreifa, að hún hafi verið ráðgerð áður, að undirbúningur liennar hafi þá miðazt við ís- land. Einhverjar bollaleggingar liafa þó vafalaust áður átt sér stað um slíkt stórræði, og kynni ráðamenn á Is- landi að hafa verið látnir gruna, að þangað væri herför heitið, svipað og ráðgert hafði verið að senda lið til Is- lands 1220, þegar Snorri fyrst flæktist í mál konungs og Skúla jarls. Ekkert verður þó á slíkum getgátum byggt. Islendingar tóku ákvörðun sína knúnir af sterkum rök- um, en ekki beygðir af hervaldi. Málin höfðu lengi þró- azt í þessa átt, en Hákon varð ekki konungur Islands fyrr en með sáttmálanum og hollustueiðunum, er svarn- ir voru frá 1262—1264. Áherzlan, sem konungur lagði á að fá þá eiða, sýnir, að hann taldi sér þörf á þeim, og þangað til þeir voru unnir, voru Islendingar ekki skyldir til að sýna konungi hollustu eða gjalda honum ævin- Iegan skatt. Það, sem Hákon konungur sóttist eftir og Islendingar undirgengust, var að sverja Hákoni konungi og Magnúsi 38 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.