Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 61
ari, að efna til sameiginlegrar lagasetningar á takmark- aðri sviðum, nánari samvinnu um kennslu i lögfræði og kynningu dóma hæstarétta landanna á sameiginleg- um vettvangi. Þessar leiðir liafa verið farnar, og að ýmsu leyti með góðum árangri. Hér má og minna á norrænu lögfræðingaþingin, Norðurlandaráð o. fl. En hvað sem um þetta er, verður að telja lögbókar- frumvarp Yinding Kruses hið mesta nytsemdar- og af- reksverk á sviði samnorrænnar lagasetningar, og mun það kama að góðu haldi, beint og óbeint, hvora framan- greindra leiða sem menn kynnu að velja. Um einstök atriði þessa brautryðjandaverks má deila, enda væri það með lireinum ólíkindum, ef svo væri eklci. En þótt um skoðanamismun sé að ræða, er .verkið ágætur umræðu- grundvöllur, og margt er þar, sem naumast getur orðið deilt um. Loks má geta þess, að frumvarpið, og athugasemdir við það, er gott yfirlit um helztu drætti norrænnar lög- gjafar og lagaþróunar. Bókin hefur því erindi á því sviði, þótt ekkert úr henni yrði að samnorrænum lögum. Tímarit lögfræðinga 59

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.