Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 15
eru bætur látnar koma fyrir. Dæmi lagareglna af þessu tagi eru ýmis ákvæði laga nr. 53/1957 um lax- og sii- ungsveiði. Samkvæmt greinargerð er það yfirlýstur til- gangur laganna, annars vegar að vernda fiskistofna fvr- ir ofveiði og hins vegar að jafna veiðihlunnindum niður á veiðijarðir meira en gert hafi verið. Tilgangur þeirra reglna laganna, sem takmarka veiðiréttindi veiðieig- enda, er samkvæmt þessu tvíþættur. Annars vegar er miðað að vernd þeirra náttúruauðæfa, sem eru fólgin í fiskistofnum áa og vatna landsins. Hins vegar er mið- að að tilfærslu verðmæta þeirra, sem fólgin eru í arði af þessum hlunnindum. Eignarnámshugtakið i kenn- ingu Troels G. Jörgensen er takmarkað við eignaskerð- ingar, sem miða eingöngu að yfirfærslu eignarheim- ilda eða tilfærslu verðmæta. Samkvæmt því ættu þær eignaskerðingar, sem leiða af ákvæðum veiðilaganna um meðferð veiðiréttinda, ekki að teljast til eignar- náms, þar sem þær miða öðrum þræði að vernd og við- haldi tiltekinna náttúruauðæfa. Af ákvæðum veiðilag- anna virðist hins vegar ljóst, að afstaða íslenzka lög- gjafans sé önnur. I 108. gr. veiðilaganna er svofelit bótaákvæði: „Nú hefur veiðieigandi, er veiði átti áður en lög þessi komu til framkvæmda, misst hana með öllu fyrir þá sök, að lögin fyrirmuna honum að nota þá veiðiaðferð, er hann áður mátti einni við koma, og á hann þá kröfu til skaðabóta eftir mati, sbr. 107. gr. ...“ Þessar hætur verður að skoða sem eignarnámsbætur. Byggist sú skoðun fyrst og fremst á því, að samkvæmt ákvæðum laganna á um fjárhæð og greiðslu bótanna að fara eftir lögum um framkvæmd eignarnáms gagn- stætt því, sem gildir um þær bætur, sem lögin hafa fvr- irmæli um, og greinilegt er, að eru á öðrum rökum reistar en að bótaskyldan verði leidd af eignarnáms- ákvæðum stjórnarskrárinnar. Einnig hefur þessi skoð- un nokkurn stuðning af sögulegum aðdraganda ákvæð- Tímarit lögfræðina 71

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.