Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 18
ar eignaskerðing er fólgin í niðurskurði dýra eða eyð-
ingu muna. Hefur um það verið ágreiningur nieð fræði-
mönnum. Svo sem fyrr greinir, telur Troels G. Jörgen-
sen að niðurskurður dýra eða eyðing muna sé heimil
bótalaust, ef með því er að þvi miðað að koma í veg
fyrir smithættu. Telur hann slíka skerðingu fá staðizt
hótaiaust, þótt eflir á komi í ljós, að grunur um smit-
hættu hafi ekki verið á rökum reistur. Ástæðurnar, sem
skerðingarreglan er reist á, telur þessi liöfundur, að
glali ekki þýðingu sinni, þótt markmiðið hafi byggzt á
röngum forsendum.15) íslenzk löggjöf er nokkuð auð-
ug af dæmum um skerðingar af þessu tagi, en hins veg-
ar er afstaða löggjafans ekki svo fastmótuð sem skyldi,
til að af henni verði dregnar öruggar ályktanir. Aug-
ljóst er, að löggjafinn getur sett ýmiss konar sótt-
varna- og varúðarreglur og sett þau viðurlög við hrot-
um gegn reglum þessum, að skorin skyli hótlaust nið-
ur dýr þau og munuin þeim eytt, sem hættulegir hafa
orðið fyrir þessi hrot. Að slíkum tilvikum slepptum rís
hins vegar vafinn.
Fáein dæmi skulu tekin úr ísl. löggjöf, sem ættu að
geta orðið til skýringar á islenzkum rétti að þessu leyti.
í 42. gr. núgildandi laga nr. 23/1956 um varnir gegn út-
hreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma er gert ráð fyrir,
að skylt sé að greiða eignarnámshætur, ef ráðherra fyr-
irskipar niðurskurð til útrýmingar sauðfjársjúkdómi á
sýktu eða grunuðu svæði. Hér er aðstaðan sú, að sauð-
fjársjúkdómur hrjáir sauðfé að meira eða minna leyli
á ákveðnu svæði. Ef sauðfé yrði eklci skorið allt, væri
hætta á að smitberar leyndust meðal þess fjár, sem eftir
yrði. í mörgum tilfellum mundi samt augljóst, að við
slíkan allsherjarniðurskurð væri skorið niður margt fé,
sem í raun væri ekki hættulegt vegna smits, og smit-
liætta í öðrum tilfellum e. t. v. fjarlæg, t. d. þegar skorið
væri niður fé á hæjum, þar sem aldrei hefði borið á sauð-
fjársjúkdómi. í 35. gr. þessara sömu laga eru fyrirmæli
74
Tímarit lögfræðinga