Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Síða 29
Skv. framansögðu verður eignaskerðing ekki talin til eignarnáms vegna þess eins út af fyrir sig, að um sér- staka skerðingu sé að ræða en ekki almenna í þeim skilningi, sem liér hefur verið fjallað um. Ennfremur verður að telja, að skerðingar geti verið eignarnám, þótt almennar séu í þessum sama skilningi. 1 fyrsta lagi kom til álita sem eignarnám almennar skerðingar, sem væru mjög þungbærar eða hefðu á annan hátt einkenni hins klassíska eignarnáms, þ. e. a. s. skerðingar, sem stund- um eru nefndar hópeignarnám. í öðru lagi gæti verið um eignarnám að ræða, ef þau almennu hugtök eða hugtaksatriði, sem notuð væru í skerðingarreglunni, væri ekki unnt að réttlæta sem lagalegan grundvöll þeirrar skerðingar, sem fyrirskipuð er. Eins og áður var lauslega drepið á, er samt ekki vafa hundið, að yfirleitt sé síður hætta á ranglátum eignar- skerðingum, ef þær eru almennar í umræddu tilíiti. Telja verður, að það hafi við gild rök að styðjast, að sérstökum eða einstaklingsbundnum eignaskerðingum sé tekið með nokkurri tortryggni og gagnrýni. Má inarka nokkra tilhneigingu í íslenzkri löggjöf til að láta bætur koma fyrir þess háttar skerðingar. Má þar t. d. benda á ákvæði í lögum um loftferðir, þau er fyrr voru rakin, sum ákvæði núgildandi laga um lax- og silungsveiði, lög um friðun Eldevjar, bótaákvæði laga nr. 40/1907 um verndun fornminja, sbr. einnig lög nr. 8/1947 um við- hald fornra mannvirkja o. fl. Algengara er, að fræðimenn leggi annan skilning í hugtakið „almennar takmarkanir“ en að framan grein- ir. Er oftar að takmörkun sé talin almenn, ef hún kem- ur niður á öllum eignum, er vissa samstöðu hafa, án tillits til þess, hvernig skerðingin er framkvæmd að öðru leyti. Hefur þetta yfirleitt verið orðað svo, að ekki sé um eignarnám að ræða, heldur almennar tak- markanir á eignarrétti, ef skertar eru allar eignir vissr- ar tegundar eða allar eignir af tilteknu tagi. Er það Tímcirit lögf'rœðina 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.