Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 34
tíma og kringumstæðum öllum og þeim beri að beita með tilliti til málavaxta hverju sinni. Visireglur viður- kenni að innan settra marka sé hvert tilvik að vissu marki sérstætt.27) Ragnar Knoph er því samþykkur, að þetta séu liöfuð- einkenni visireglna með þeirri undantekningu þó, að mælikvarði sá sem dómarinn noti, þurfi ekki alltaf að vera siðferðilegur. Slíkt geti auðvitað átt sér stað, en oftar krefjist vísireglan þess að athöfn sé borin saman við rétta félagslega breytni i einni eða annarri mynd. Gizur Bergsteinsson er sömu skoðunar i grein um skaða- bótarétt. Hann telur gáleysisregluna ekki vera siðferðis- reglu, heldur þjóðfélagslega haldkvæmisreglu.28) Visireglur eru frábrugðnar hinum almennu réttar- reglum í þrengri merkingu að því leyti, að i síðarnefnd- um réttarreglum eru tilgreind ákveðin raunveruleg at- vik eða auðkenni og við þau tengd ákveðin réttaráhrif. Vísireglan er hins vegar ekki i tengslum við slik ský- laus atvik eða atriði og er þvi ekki unnt að beita henni vélrænt, heldur er með henni opnuð leið til sérstaks mats í hverju einstöku tilviki. Vísireglur eru frábrugðnar svonefndum stefnuyfir- lýsingum að því leyti, að stefnuyfirlýsingar eru ekki venjulegar réttarreglur, sem menn eru bundnir af og dómarinn á beinlinis að beila, en hið gagnstæða á við um visireglurnar. Hins vegar er erfiðara að draga mörkin milli visi- reglna og þeirra reglna, er leggja úrskurð máls undir frjálst mat dómarans. Visireglan hefur þó visst hlutlægt réttarlegt inntak, vissan kjarna, gagnstætt því sem far- ið er um hina hreinu matsreglu. Það sem sérstakt er við vísiregluna, er að dómarinn verður að leita mælikvarð- ans utan hennar og hann hefur visst frjálsræði til að meta hvert einstakt tilvik út af fyrir sig innan þess ramma, sem vísireglan setur. Visireglan er því fremur leiðbeiningarregla en fvrirmæli um það, hvernig dæma 90 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.