Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 35
skuli. Hún vísar dómaranum til mælikvarða, er liggur utan reglunnar sjálfrar. Mörkin milli matsreglu og vísi- reglu er hins vegar ekki eins Ijós, þegar ekki er um hreina matsreglu að ræða, heldur tekið fram í lögum, að viss atriði ráði úrslitum eða a. m. k. tekið fram, á hvern hátt eigi að bregðast við þeim vanda, sem matið á að fjalla um. 3. Ivostir vísireglunnar eru einkum þeir, að hún veitir dómaranum færi á að haga úrlausn máls eftir at- vikum hverju sinni. Visireglan opnar leið, til að koma að sanngirnis- og réttlætissjónarmiðum við dómsúr- lausnir. Á hinn bóginn verður því ekki neitað, að vísireglur hafi sína galla. Vísireglur binda ekki réttaráhrif við ákveðin einkenni eða atriði, sem sannreynd verði örugg- lega og ótvírætt. Af því leiðir, að erfiðara er að segja fyrir um málsúrslit, þegar vísireglur eigi i hlut, og þar með nokkur réttaróvissa. Vísireglur gera oft miklar kröfur til dómarans. Hann verður að skapa sér innsýn inn á lífssvið, sem honum eru e. t. v. að beira eða minna leyti framandi, og hann verður að skapa sér lieilbrigða yfirsýn yfir þau atvik og atriði, er áhrif hafa á mæli- kvarða þann, sem hann notar, og það mat, sem hann framkvæmir. Dómarinn hefur óbundnari hendur, þegar hann beitir vísireglum, en þegar réttarreglur í þrengri merkingu eiga í lilut. Verður því ekki neitað, að nokkur hætta geti verið á, að dómarinn kunni í skjóli þessa frjálsræðis að láta úrlausn málsins velta um of á persónulegri afstöðu til mála og eigin þjóðfélagsskoð- unura eða láti freistast til að láta yfirborðsathugun á úrlausnarefninu nægja. 4. Þess er áður getið, að sú skoðun hafi rutt sér mjög til rúms í Noregi og í Danmörku, að skoða beri stjórn- arskrárákvæði þessara ríkja til verndar eignarrétti sem vísireglur. Brautrvðjandi þessara sköðana hér á Norð- urlöndum var Norðmaðurinn Ragnar Knoph, en sömu Tímarit lögfræðina 91

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.