Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Síða 53
leiðsla sér alveg óviðkomandi. Stefndi A. byggði sýknu-
kröfur sínar á því að stefndi B. hafi rofið leiðslurnar
og beri honum að annast viðgerð á þeim.
Dómarinn byggði niðurstöðu sina á ákvæðum vatna-
laga nr. 15/1923. 1 23. gr. segir m. a. um vatnsæðar, að
frá yatnsæðum þeim, er bæjarstjórn leggur í götur, leggi
húseigandi vatnsæðar til sín á sinn kostnað. 1 88. gr. s. 1.
segir um holræsi m. a., að lóðareigendum og húseigendum
sé skylt að gera á sinn kostnað holræsi, er flytji frá hús-
um og lóðum skólp allt út í aðalræsi, er bæjarstjórn leggi
í götur.
Af þessum ákvæðum var það ráðið, að húseigendum sé
jafnframt skylt að halda leiðslum þessum við og annast
lagfæringar eða breytingar á þeim á sinn kostnað.
Ennfremur þótti með tilliti til framangreindra ákvæða
vatnalaga, verða að telja húseiganda, sem leggur vatns-
og skolpleiðslur til og frá húsi, skylt að ganga svo frá
leiðslum, að eigi varni öðrum lóðareigendum eðlilegri
hagnýtingu á lóðum þeirra.
Ekki þóttu framkvæmdir stefnda B. á lóð sinni aðrar
og meiri en teljast máttu eðlilegar og urðu því úrslit máls-
ins þau, að stefndi B. var sýknaður, en stefndi A. dæmdur
til að greiða stefnukröfuna.
(Dómur Bþ. R. 9/7 1957).
C. SKATTARÉTTUR.
Skattskylda.
1 máli, sem tollstjórinn í Reykjavík höfðaði fyrir hönd
ríkissjóðs gegn Þ. nokkrum var m. a. um það deilt, hvort
skattskyldur væri hagnaður af íbúð, er stefndi hafði átt
og búið í, en selt á árinu 1951. Hafði stefndi siðustu tíu
ár auk annarrar atvinnu unnið að þvi að byggja hús, er
hann síðan seldi. Árið 1943 hugðist hann ganga í hjóna-
band og taldi sig af ástæðum þurfa á íbúðarhúsnæði að
halda. Kvaðst hann því hafa ráðizt í b^'ggingu húss þess,
er mál þetta snýst um, en það var ein hæð og kjallari.
Timarit lögfrœðina
109