Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 17
varðar, sem gegna eða hafa gegnt mikilvæguin embættum
á sviði dómsmála.
I Englandi verður stefnandi máls, sem ekki fær kröfum
sínum framgengt, venjulega að greiða kostnað sinn af
málinu, er á fellur á hverju dómsstigi og auk þess meginið
af kostnaði andstæðings síns. „The Law Society“ veitir
að vísu lögfræðilega aðstoð eftir tilteknum reglum, en
engu að síður veldur mikill kostnaður við málssóknir því,
að fáum málum er skotið frá áfrýjunardómstólnum til
lávarðadeildarinnar. Enda þótt kaldhæðnislegt megi kalla,
skiptir það mestu, að hæfustu dómararnir sitji í Áfrýjun-
ardómstólnum, því að þar nýtast starfskraftar þeirra að
fullu. Raunar verður það þó aldrei tryggt, að „Lords of
Appeals in Ordinary“ séu hæfari en „Lords Justices of
Appeal.“ Sumir gagnrýnendur eru á þeirri skoðun, að
einn áfrýjunardómstóll ætti að nægja. En þess ber að gæta,
að lávarðadeildin er einnig æðsti áfrýjunardómstóll Skot-
lands og Norður-írlands. Ef lögsaga hennar væri afnumin,
mundi fara forgörðum mikilvægt tæki til þess að sam-
ræma lög hinna þriggja hluta Hins sameinaða konungs-
ríkis.
7. Aðrir dómstólar (Tribunals).
A. Auk þeirra „reglulegu dómstóla að lögum“, sem
greindir eru að framan, eru ýmsir aðrir dómstólar, bæði
almennir dómstólar og stjórnsýsludómstólar, sem hafa á
hendi lögsögu á afmörkuðum sviðum. Nefna má, að
„Restrictive practices court,“ var stofnaður árið 1956 til
þess að kveða á um, hvort ýmsir kjarasamningar, sem
lögðu hömlur á samningsfrelsi, væru andstæðir almanna
heill. Þessi dómstóll er jafnsettur vfirréttinum (High
Court). I honum sitja hverju sinni einn löglærður dómari
og tveir leikmenn. Dómararnir eru valdir úr hópi þriggja
enskra dórnara, eins skozks, eins frá Norður-írlandi og
tíu leikmanna, sem hafa revnslu á sviði iðnaðar, viðskipta
eða félagsmála. Þá hafa og margir stjórnsýsludómstólar
verið stofnaðir til þess að fjalla um mál, þar sem sérþekk-
Tímorit lögfræðinga
79