Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 38
er hefur vald til að skapa bindandi fordæmi, þá verður dómarinn að fylgja þeim dómi, hvernig sem honum fellur það. „Lord Justice“ Phillimore, dómari i áfrýjunardóm- stólnum, sagði eitt sinn, er hann vitnaði til fyrri ákvörð- unar dómstólsins, sem hann gat ekki vikið frá: „Öfús, mér liggur við að segja mæddur, fellst ég á það sjónarmið, að synja verði framgangi þessarar áfrýjunar. Ég treysti því, að málið haldi áfram til lávarðadeildar- innar“. Málið gekk og þangað og áfrýjunin náði fram að ganga, þvi að hinn æðri dómstóll vék fyrri niðurstöðu áfrýjun- ardómstólsins til hliðar. Margir enskir lögfræðingar mundu vilja brevta, en ekki hverfa frá, kenningunni um bindandi fordæmi, sem er sveigjanlegri en ætla mætti. Þeir hvetja til þess, að lá- varðadeildin ætti ekki að vera bundin af fvrri niðurstöð- um sínum, þeim er eigi samsvara brevttum þjóðlífsþörf- um, því að þinginu gefist iðulega ekki tóm til að breyta lögum. Sumir hvetja til þess, að áfrýjunardómstóllinn, sem í reynd er oft úrslitadómstóll, ætti einnig að hafa frjálsræði til þess að víkja frá fyrri dómum sínum. Mörg- um lögfræðingum þvkir einnig miður, og liggja til þess svipaðar ástæður, að kenningunni um bindandi fordæmi sé beitt við skýringu dómstóla á settum lögum, en það efni verður nú tekið til meðferðar. B. Löggjöf — skýring settra laga. Lög frá þinginu (Acts of Parliament), sett lög, þurfa samþvkki neðri málstofunnar, lávarðadeildarinnar og drottningar (konungs), enda þótt þjóðhöfðingi hafi eigi synjað um staðfestingu í 250 ár og slik svnjun mundi nú talin andstæð stjórnarskránni. Dómstólarnir viður- kenna fvllilega æðsta vald þingsins, — lög frá þinginu er aðeins hægt að skýra. Ekki er unnt að kveða svo á, að þau séu ógild eða andstæð stjórnarskránni. Vegna tak- markaðs tíma, sem þingið hefur til umráða, er algengt 100 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.