Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 45
Frá Dómarafélagi íslands Aðalfundur félagsins 1966 var haldinn í Reykjavík dag- ana 12. til 15. október. Formaður félagsins, Hákon Guðmundsson, setti fund- inn og stjórnaði honum. Flutti hann kveðju frá dóms- málaráðherra, Jóhanni Hafstein, sem boðið hafði verið að vera við fundarsetningu, en gat ekki komið vegna veikindaforfalla. Þá bauð hann og velkomna í félagið þá Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómara, Elías Elíasson bæjarfógeta og Unnstein Beck borgarfógeta, er skipaðir höfðu verið i dómaraembætti á liðnu starfsári. Þá vék formaður að því, að nú þessa dagana væru liðin 25 ár frá stofnun félagsins, en stofnfundur þess hefði verið haldinn dagana 10.—17. október 1941. Hefði stjórn félagsins talið rétt og skylt að þess yrði minnzt á verðug- an hátt og því fengið Jóhann Gunnar Ólafsson til þess að skrá 25 ára sögu þess og væri ætlunin, að sú ritgerð hirt- ist í Tímariti lögfræðinga, er höfundur hefði lokið henni. Mundi því ekki nú fjölyrt um það, sem á daga þess hefði drifið liðinn aldarfjórðung, en aðeins stuttlega vikið að nokkrum dráttum i sögu félagsins. Mælti formaður því næst á þessa leið: „Þegar til þess er litið, að rekja má rætur sýslumanns- embættanna til hinna fornu goða, svo sem Hjálmar Vil- hjálmsson gat um í fróðlegu erindi, sem hann flutti hér á síðasta aðalfundi, en það hefur að efni til hirzt á prenti í síðasta hefti Tímarits lögfræðinga, þá var það ekki von- um fyrr, er islenzkir dómarar hófust handa um að stofna félagsbundin samtök sín árið 1941. Reyndar voru það þó ekki alveg fyrstu samtök dómara hér á landi, því árið 1924 efndu nokkrir þeirra til félagsskapar, er nefndist Valdsmannafélagið eða Sýslumannafélagið. Það varð þó Tímarit lögfræðinga 107

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.