Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 47
dómstólanna til endurskoðunar og skal ég ekki fjölyrða um það í þetta sinn. Að þessu sama hneig og þingsályktunartillaga, sem Björn Fr. Björnsson sýslu- og alþingismaður o. fl. fluttu á síðasta alþingi. Sú tillaga fékk að vísu ekki afgreiðslu þar. En nú hefur hæstv. dómsmálaráðherra Jóhann Haf- stein tekið þetta mál upp, góðu heilli, og 'hafizt handa um skipun nefndar til að fjalla um þetta málefni. I þessu sambandi er rétt að geta þess, að félagsmála- ráðuneytið hefur þegar sett á laggirnar nefnd til þess að endurskoða hina stjórnarfarslegu skiptingu landsins. Við stöndum því ef til vill á tímamótum, hvað þessi mál snertir og er ekki ólíklegt, að á næstu árum verði gerðar meiri eða minni breytingar á hinum gömlu og góðu sýslumannsembættum. Þessi embætti hafa nú um langan aldur gegnt mjög mikilvægu hlutverki í íslenzku þjóðlífi. Þeir menn, sem þau hafa skipað, þurftu og þurfa enn að inna af höndum það fjölþætta hlutverk, að vera eigi aðeins dómarar. Þeir urðu líka að fara með lögregluvald og vera ákærendur. Jafnframt bar þeim að gæta þess, að hlutur sakbornings- ins væri eigi fyrir borð borinn. Og samtímis því, að þeir dæmdu í deilum manna, voru þeir oft i reynd lögfræði- legir ráðgjafar almennings og einatt fellur það í þeirra hlut að dæma og sætta i senn. Starf þeirra veitti þeim víðfeðma innsýn í viðhorf og hugsunarhátt fólksins, sem landið byggði. Þeir kynntust viðhorfum bóndans, sjómannsins, kaupmannsins og klækimennisins. Þeim gafst á þenna hátt mikil lífsreynsla og skilningur á hinum margvíslegu við- brögðum mannlegs lífs. Oft urðu þeir sannir héraðshöfð- ingjar. Þetta má ekki gleymast nú þegar aldarhvörf á þessu sviði eru í nánd. Þjóðin stendur um margt i þakkarskuld við sýslumannastéttina, og þá skuld verður framtíðin að gjalda með viðeigandi hætti. Þessa er skylt að minnast nú á aldarfjórðungsafmæli Tímcirit lögfræðinga 109

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.