Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 56
ari afgreiðslu dómsmála. Benli hann á með sögulegum dæmum, að þetta vandamál, seinagangur í meðferð mála, væri ævagamalt hér á landi. Þá vék Þórður að ástæðum fyrir drætti opinherra mála. Taldi hann, að sumar endur- Ijætur i löggjöf undanfarin ár hafi ekki verið til þess fallnar að flýta afgreiðslu mála, t. d. ákæruvaldið hjá saksóknara og sundurgreining rannsóknarvalds og dóms- valds. Næstur ræðumanna var Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara. Kom hann á framfæri þeirri áhendingu til flýtis i gangi mála, að víxlar yrðu gerðir aðfararhæfir eins og veðskuldabréf í fasteign, og benti á hinn sívaxandi fjölda víxilmála við horgardómaraembættið í þessu sam- bandi. Dómsmálaráðherra tók aftur til máls, þakkaði ánægju og gagn, sem hann liefði haft af fundinum og árnaði Lög- fræðingafélaginu allra heilla og blessunar. Fundarsókn var um 90 félagar. Stjórnarfundir. Félagsstjórnin kom saman til átta funda á árinu. Komu þar til umræðu og afgreiðslu ýmis mál varðandi félagið, og skal þeirra helztu hér getið. Tímarit lögfræðinga var oft til umræðu og þá einkum nauðsyn sú, að útgáfa þess þyrfti eklci að dragast vegna vöntunar á efni. Eru lögfræðingar eindregið hvattir til að styðja útgáfu tímarits síns með þvi að senda þvi efni um lögfræðileg efni. Samþykkt var, að Lögfræðingafélagið byði dr. juris Þórði Eyjólfssyni, fvrrverandi hæstaréttardómara, að gefa út til heiðurs honum ritgerðir eftir hann um lögfræðileg efni í tilefni þess, að hann væri hættur störfum sem hæstaréttardómari. Þórður Eyjólfsson þáði hoðið, og var ákveðið að gefa út umræddar ritgerðir á 70 ára af- mæli höfundarins á árinu 1967. Orator, félag laganema, liafði sérstaklega lýst áhuga 118 Tímcirit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.