Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 4
um til þess, að áb}Trgð var gerð takmörkuð, og þá jafn- framt því, livort slíkar ástæður séu enn fyrir hendi. Á miðöldum, þegar kaupsiglingar milli landa urðu al- gengar með Evrópuþjóðum, mynduðust fljótlega regl- ur um takmarkaða ábyrgð skipaeigenda á tilteknum kröfum, sem stofnuðust i ferð skips, svonefndum sjó- kröfum. Á þessum tíma mátti það heita undantekning- arlaus regla, að útgerðarmaður, sem ekki var sjálfur i förum með skipi sínu, gat ekki liaft neitt samband við það, fyrr en það kom aftur heim, oft að löngum tíma, jafnvel árum liðnum. Og færi svo illa, að skip kæmi ekki aftur, varð útgerðarmaður að bera tjón sitt bóta- laust, því að vátryggingar voru þá ekki komnar til sögu. Þar sem skipseigandi átti svo mikið í hættu, en sigl- ingar þóttu nauðsyn, var það ráð upp tekið að takmarka ábyrgð útgerðarmanns á tilteknum sjókröfum við þær eignir, sem hann lagði í bættu á sjónum, það er skip og farmgjald. Sjókröfurnar, sem liin takmarkaða ábyrgð tók til, voru mjög sundurleitar, bæði um stofnun og efni, en það var sameiginlegt þeim öllum, að þær stofn- uðust utan heimilis skips og með þeim bætti, að útgerð- armaður gat ekki sjálfur liaft hönd í bagga meö um stofnun þeirra. Hér komu til greina samningskröfur, sem skipstjóri stofnaði til í ferð samkvæmt stöðuumboði sínu til framhalds ferðar, kröfur út af vanefndum á samningum, einkum farmsamningum, sem skipstjóra bar að annast efndir á, skaðabótakröfur utan samninga vegna réttarbrota skipstjóra eða skipshafnar, t. d. við ásiglingu, kröfur út af sameiginlegu sjótjóni, svo og björgunarlaun. Þó að tekin væri upp takinörkuð ábyrgð á sjókröfum með flestum Evrópuþjóðum, urðu reglur þar að lútandi mismunandi í framkvæmd. Má um það greina sérstak- lega milli þriggja réttarkerfa: í Frakklandi og ýmsum rómönskum löndum gilti hin svonefnda framsalsregla (abandon-regla). Útgerðar- 88 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.