Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Síða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Síða 5
maður var látinn ábyrgjast sjókröfurnar persónulega með öllum eignum, en heimilað að framselja skip og farmgjald til lúkningar sjókröfum, og þurfti hann þá ekki meira að greiða. I Englandi og ’samveldislöndum þeirra var ábyrgð útgerðarmanna einnig persónuleg og með öllum eign- um. Hins vegar var fjárhæð ábyrgðar hverju sinni tak- mörkuð við verð skips og farmgjalds. Upphaflega var verð skipsins ákveðið með mati, en með lögum frá 18G2 var sú breyting ger, að bámark ábyrgðar skvldi vera 8 sterlingspund fyrir hverja rúmlest skips, þegar um eignatjón var að ræða, en 15 sterlingspund fyrir rúm- lest, þegar bæta skyldi lífs- eða líkamstjón. Voru bæt- urnar fyrir eignatjónið miðaðar við meðalverð skipa, þegar lögin voru sett. 1 þriðja lagi var svo bin þýzka eða germanska regla, sem komst í fast horf með þýzkum siglingalögum frá 1861. Þar var takmörkun á ábyrgð sjókrafna þannig háttað, að útgerðarmaður ábyrgðist þær aðeins með skipi og farmgjaldi, en ekki öðrum eignum. Takmörk- unin var sem sagt bundin við aðfararandlagið. Þegar sjókröfuhafi hafði fengið dóm fyrir kröfu sinni, mátti gera aðför í skipi og farmgjaldi til lúkningar kröfunni, en ekki öðrum eignum útgerðarmanns. Til þess að bæta sjókröfuhöfum upp þessa takmörkun, var þeim veitt lögveð, sem jafnan liefur verið nefnt sjóveð, í skipi og farmgjaldi, og gekk það veð fyrir öllum eldri sem yngri samningsveðum. Af reglu þessari leiddi, að örlög skips og kröfu fóru saman. Ef skipið fórst, glataðist einnig krafan. Þessi þýzka regla var tekin upp í siglingalög Norður- landaríkjanna Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar á ár- unum 1891—1893. Þaðan komst hún svo inn í íslenzku siglingalögin frá 1914 og gilti hér um hálfrar aldar skeið. Er hún því vel kunn íslenzkum lagamönnum og óþarft að fara um hana fleiri orðum. Tímarit lögfræðinga 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.