Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 11
aða ábyrgð á kröfum um framlög til sameiginlegs sjó- tjóns. Þær geta ekki heldur farið fram úr verði skips, sbr. 163. gr. siglingalaganna, og gildir þvi hið sama um þær og áður var getið um björgunarlaun. I sjötta lagi skulu ákvæði um takmarkaða ábyrgð ekki gilda um fébótakröfur vegna lífs- eða líkamstjóns skipstjóra, skipshafnar, annarra manna, sem vinna í þágu skips, eða leiðsögumanns, enda hafi slys borið að böndum, er hlutaðeigandi var staddur í skipi eða vann í þágu skips. Slikar kröfur sættu áður takmark- aðri ábyrgð. Samkvæmt Briisselsamþykktinni frá 1957 er heimilt að láta takmarkaða ábyrgð ná lil þessara krafna, en lagt á vald aðiklarríkja, hvernig þau haga ábyrgðinni. Hér er í lögunum frá 1968 vikið frá þeirri reglu, sem áður var getið, að ábyrgð sé því aðeins ótak- mörkuð, að venjulegl vátryggingarfé nægi til greiðslu. Kröfur vegna lífs- eða likamstjóns skipverja geta náð ófyrirsjáanlega háum fjárhæðum og farið fram úr venjulegri vátryggingarfjárhæð, t. d. þegar skij) ferst með allri áhöfn og atvik liggja svo til, að útgerðarmað- ur verður bótaskyldur. Þessi regla var sett í lögin ein- göngu af félagslegum ástæðum og um það fylgt fordæmi annarra Norðurlandaríkja. Ég kem þá að því að geta um kröfur, sem takmarkaðri ábyrgð sæta og greindar eru í 205. gr. siglingalaganna, eins og þeirri grein var breytt með lögunum frá 1968. Fyrst vil ég þó víkja að afstöðu laganna til þess, hvern- ig slíkar kröfur stofnast. í 2. mgr. 205. gr. er tekið fram, að ákvæði um takmarkaða ábyrgð gildi ekki um kröf- ur, sem rísa af yfirsjón eða vanrækslu útgerðarmanns sjálfs, nema hann gegni jafnframt starfa á skipi sem skipstjóri eða skipverji og honuni liafi orðið á yfirsjón eða vanræksla i því starfi. Að öðru leyti segir ekkert i greininni um réttarreglur, sem valdið geti ábyrgð út- gerðarmanns, svo sem hvort krafa stofnast vegna hús- bóndaábyrgðar, eins og tiðast mun verða, sbr. 8. gr. Tímarit lögfræðinga 95

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.