Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 14
hætti, að allar takmarkaðar kröfur, sem á honum livila á liverjum tíma, séu lagðar saman og siðan lækkaðai hlutfallslega, ef samanlögð upphæð þeirra fer fram úr hámarki ábyrgðar. Samkvæmt 207. gr. tekur hámarks- ábyrgðin til krafna, sem stafa af sama atburði. Ef kröf- ur eiga rót sína að rekja til fleiri en eins atburðar (distinct occasions), verður útgerðarmaður ábyrgur með fullri hámarksfjárhæð fyrir tjóni, sem stafar af hverj- um atburði fyrir sig. Er þetta í samræmi við almennar sj óvátryggingarreglur, sbr. 74. gr. vátryggingarlaganna nr. 20/1954. Þegar krafa eða kröfur stofnast, sem sætt geta tak- markaðri ábyrgð, er oft auðsætt, að þær fara ekki fram úr hámarki ábyrgðarfjár. Með því að ábyrgð útgerðar- manns er persónuleg, verða slíkar kröfur sóttar á hend- ur honum með fullri upphæð án tillits til takmörkunar- reglna siglingalaganna. Þá fyrst reynir á reglur um tak- markaða ábyrgð, er útgerðarmaður telur kröfu eða samanlagðar kröfur vegna sama atburðar fara fram úr hámarksfjárhæðum eftir lögunum og gerir kröfu um, að takmörkunarreglunum sé beitt. Ef útgerðarmaður vill njóta góðs af takmörkunarregi- um, getur hann sett tryggingu fyrir allri ábyrgðarfjár- hæð ásamt vöxtum og málskostnaði eftir mati dómara. Tryggingin skal þá koma að notum öllum kröfuhöfum, sem sæta takmarkaðri ábyrgð á lcröfum vegna atburð- ar þess, sem um er að ræða. Þegar full trygging iiefur verið sett, falla niður allar eldri tiyggingar fyrir umræddum kröfum, þar á meðal sjóveð. Ivröfuhafi á þess þó jafnan kost að fá úr þvi skorið með dómi, hverri fjábhæð krafa hans næmi, ef ábyrgð væri ekki takmörk- uð. En vitanlega getur hann ekki gert aðför í trygging- arfénu né öðrum eignum útgerðarmanns. Iiafi útgerð- armaður hins vegar ekki sett umrædda tryggingu, get- ur kröfuhafi leitað fullnægju i eignum lians með venju- legum hætti, og verður það ekki stöð.að nema með 98 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.