Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 15
gjaldþrotaskiptum eftir kröfu útgerðarmanns sjálfs eða lánardrottna hans. 1 210. gr. siglingalaganna er gert ráð fyrir því, að út- gerðarmaður leggi undir úrskurð niðurjöfnunarmanns sjótjóns allt það, sem varðar takmörk ábyrgðar hans eða úthlutun ábyrgðarfjárins. Niðurjöfnunarmaður get- ur kvatt kröfuhafa með þriggja mánaða fyrirvara hið mesta til að lýsa kröfum sínum. Innköllunin hefur jjræklúsív áhrif gagnvart öðrum kröfuhöfum en þeim, sem útgerðarmaður vissi um eða hefði getað fengið vitn- eskju um með hæfilegri eftirgrennslan. Ágreining um úthlutun niðurjöfnunarmanns og aðrar úrlausnir hans má jafnan bera undir dómstóla. Þegar þýzka eða germanska reglan um takmörkun ábyrgðar varð til, var hinum takmörkuðu sjókröfum jafnframt áskilinn sjóveðréttur í skipi og farmgjaldi, sem ganga skyldi fyrir samningsveðum. Reglan var sú, að engin takmörkuð krafa skvldi vera án sjóveðréttar. Hins vegar var sjóveðréttur ekki hundinn við takmark- aðar kröfur einar, því að laun skipstjóra og skipsiiafn- ar, sem útgerðarmaður bar i flestum tilvikum ótakmark- aða ábyrgð á, skyldu einnig njóta sjóveðréttar. Þýzka sjóveðsreglan var tekin upp í siglingalög Norðurlanda- þjóða, þar á meðal, að þvi er Island snerti, með sigl- ingalögunum frá 1914. Hinn 10. april 1926 var gerð í Bríissel sérstök milliríkjasamþykkt um sjóveðrétt, sem meðal annars Norðurlönd, að Islandi undanskildu, gerð- ust aðilar að. A árunum 1928-1929 hreyttu Danmörk, Noregur og Svíþjóð siglingalögum sínum til samræmis við samþykktina, og í 10. kafla íslenzku siglingalaganna er reglum hennar einnig fylgt. Samkvæmt þeim kafla njóta áfram sjóveðréttar meðal annars allar þær kröfur, sem felldar voru undan takmarkaðri ábyrgð með lög- um nr. 14/1968 og áður var getið. Ekki er unnt að spá um, hvort eða livenær megi breytingar á þessu vænta. Það fer að líkindum eftir alþjóðlegri þróun á þessu sviði Tímarit lögfræðinga 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.