Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 16
sjóréttarins, því að ísland mun væntanlega hér eftir sem liingað til haga löggjöf sinni eftir þeim alþjóðlegu reglum, sem um þetta efni gilda á hverjum tíma, nema alveg sérstakar ástæður leiði til þess, að frá þeim verði vikið. Að lokum vil ég svo drepa lítið eitt á afslöðu takmark- aðrar ábyrgðar útgerðarmanns til ahnennrar löggjafar. Það er almenn regla, eins og kunnugt er, að aðiia, sem ábyrgð ber á tjóni, sé skylt að bæta það að fullu. Innan einkamálaréttarins munu umrædd ákvæði siglingalag- anna aðeins eiga sér eina ldiðstæðu, sem ég kem að síð- ar. Að vísu eru til ákvæði í nokkrum lögum, það er sjó- mannalögunum, lögræðislögunum, loftferðalögunum, umferðarlögunum og vátryggingarlögunum, þar sem dómstólum er heimilað að færa bótafjárbæðir niður, þegar sérstaklega stendur á, en ekki er skuldurum þar veittur beinn réttur til niðurfærslu. Ákvæðum siglingalaganna um takmarkaða ábyrgð er ætlað að koma í veg fyrir, að efnahag útgerðar- manns sé stofnað í bættu vegna útgjalda, sem meiri eru en svo, að venjuleg vátrygging nægi til greiðslu. Að baki þessu Iiggur svo, að atvinnuvegurinn, skipaútgerð, befur mikla fjárbagslega ábættu í för með sér, en er nauðsynlegur frá þjóðfélagslegu sjónarmiði og þarfn- ast verndar og uppörvunar. En þá má spyrja, hvort hið sama eigi ekki við um fleiri atvinnuvegi. Ég skal bér aðeins gera samanburð við hina nærtækustu og eðlis- skyldustu atvinnuvegi, þ. e. loftferðir og flutning manna og muna með vélknúnum ökutækjum. I loftferðalögun- um nr. 34/1964 eru ákvæði um takmarkaða ábyrgð, en miklu þrengri en í siglingalögunum. Samkvæmt 118. gr. laganna er ábyrgð takmörkuð, að því er tekur til flutn- ings manna eða muna með loftfari, enda eigi flytjandi eða starfsmenn hans ekki sök á slysi með stórfelldu vitandi gáleysi, sbr. 120. gr. Hins vegar er ábyrgð ávallt ótakmörkuð, þegar af notkun loftfars lilýzt tjón á mönn- 100 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.