Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 31
Nokkrir dómar frá árunum 1965 og 1966 Hér er um að ræða framhald af safni dóma bæjarþings Reykjavíkur, sem birtist í síðasta hefti. Yal dómanna hafa sömu menn annazt, þeir fulltrúar yfirljorgardómara Björn Þ. Guðmundsson og Stefán M. Stefánsson. Leigusamningur — Uppsögn. Stefnandi i máli þessu var félagið A, sem hafði verið stofnað í því skyni, að hafa kennslu í listdansi. Stefnandi gerði leigusamning við stefnda, B, sem var eigandi að til- tekinni fasteign. Leigutíminn hófst 1. október 1961 og var leigan kr. 2,000,00 á mánuði. Skriflegur leigusamn- ingur var ekki gerður. Málsaðilum bar mjög mikið á milli um ýmis atriði hins munnlega leigusamnings, einkum um leigutímann. Stefn- anda var gert að rýma húsnæðið 31. júlí 1962. Stefnandi taldi uppsögn þessa ólögmæta og hélt þvi fram, að leigu- samningur aðila hefði ekki verið til tiltekins tíma. Hafi því lögum samkvæmt borið að segja samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við 1. október eða 14. maí. Var því haldið fram, að lagaregla þessa efnis byggðist á venjum og fordæmi. Vegna hinnar meintu ólögmætu uppsagnar, taldi stefn- andi sig eiga rétt á bótum vegna tjóns þess, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Sundurliðaði stefnandi bótakröfu sína svo: Tímarit lögfræðinga 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.