Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 36
bands veitinga- og gistihúsaeigenda. Um fjárhæðir mán- aðarkaups sagði svo í 1. gr. nefnds samnings: „Fólk, sem ekki vinnur fyrir föstu mánaðarkaupi, skal fá greitt skv. samningi Verkakvennafélagsins Framsóknar“. 1 2. gr. samnings þessa sagði m. a.: „Daglegur vinnutími skal vera sem hér segir: Annan daginn frá kl. 8,00 f.h. til kl. 2,00 e.h., en hinn daginn frá kl. 2,00 e.h. til kl. 00,30 e.m., heimilt er þó að skipta vöktum á öðrum tímum sólar- hringsins þó þannig, að samanlagður vinnutími verði ekki lengri en að ofan greinir . . Dagvinnutími fólks, sem ekki vinnur á vöktum, skal vera frá kl. 8—17 og . . .“. Agreiningsefni aðilanna var, hvort stefnda hafi borið skylda til að greiða stefnanda tímakaup í stað mánaðar- kaups, sem hún fékk. Stefnandi lagði fram sundurliðaðan útreikning á því, hvað hún hefði átt að fá greitt, ef tímakaup hefði verið greitt fyrir hinn reglulega vinnutíma hennar. Var stefnu- krafan á slíkum útreikningi byggð. Krafa stefnanda var studd þeim rökum, að skv. fyrr- greindum stéttarfélagssamningi væri aðeins um að ræða þrenns konar vinnufyrirkomulag: þ. e. vaktavinnu. al- menna dagvinnu og tímavinnu. Fyrir vaktavinnu og al- menna dagvinnu skyldi greitt mánaðarkaup, en um vinnu af þessu tagi geti ekki verið að ræða, nema unmð sé eins og segi í þeim ákvæðum 2. gr. kjarasamningsins, sem hér að framan hafi verið rakin. Sé vinnutimi annar verði að greiða fyrir hann eftir tímakaupstaxta, nema vöktum sé skipt eftir ákvæðum 2. gr. kjarasamningsins. Það hafi hins vegar ekki verið gert í þessu tilfelli, þar sem ekki hafi verið um neinar vaktir að ræða. Geti ekki verið um vaktir að ræða, nema þeim tíma, sem á sé unnið, sé skipt niður og viðkomandi starfsmaður vinni síðan til skiptis á vöktunum. Sé það allt annað fyrirkomulag, en hafi verið í veitinga- húsi stefnda, þar sem stefnandi hafi jafnan unnið frá þvi 120 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.