Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Síða 40
rædda fasteign. Samkvæmt því, og þar sem um hjúskapar-
eign hans var að ræða, verður honum einum gert að
greiða stefnanda þóknunina, sem þykir hæfilega ákveðin
kr. 8,000,00. Af þeirri fjárhæð var stefnda M. gert að
greiða vexti og málskostnað. Hins vegar féll málskostnað-
ur niður vegna stefndu K, enda þótt hún væri sýknuð í
málinu.
(Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. júní 1965).
Lögmannsþóknun.
1 máli þessu krafði lögmaður nokkur, A., stefndu, þá
verkfræðinga, B., C. og D., um málflutningslaun kr. 9,-
650,00 ásamt vöxtum og málskostnaði.
Stefndu kröfðust sýknu og málskostnaðar að skaðiausu
að mati réttarins úr hendi stefnanda.
Málavextir voru þeir, að stefndu ásamt öðrum verk-
fræðingum, unnu í verkfræðingadeild fyrirtækisins „Met-
calfe, Hamilton, Smith, Beck Co.“ á Keflavíkurflugvelli
árið 195,3 til 1954. Þótti þeim félagið brjóta á sér samn-
inga að því er varðaði kaupgreiðslur, en fengu cnga leið-
réttingu þar á af hálfu varnarmálanefndar. Var þá ákveð-
ið að leita til dómstólanna með ágreininginn. Að ráði varð,
að málið yrði aðeins flutt fyrir einn af verkfræðingunum,
])ar sem dómur í því máli myndi skera úr ágreiningsatrið-
um að því er varðaði hina verkfræðingana, og varð niður-
staðan sú, að stefnandi máls þessa flutti málið fyrir verk-
fræðinginn X., og féllust hinir verkfræðingarnir, þar á
meðal stefndu í máli þessu, á ])á tilhögun, eftir að hafa
rætt málið sín á milli. Var jafnframt gert ráð fyrir, að
litið yrði á mál þetta sem prófmál að því er varðaði hina
verkfræðingana.
Stefnandi höfðaði síðan málið fyrir verkfræðinginn X.
og var ])að mál ])ingfest á bæjarþingi Reykjavíkur á ár-
inu 1955. Komu stefndu B. og C. á skrifstofu stefnanda til
að gefa upplýsingar varðandi málið. Málinu lauk með
dómi, uppkv. 2. júní 1956, þar sem fjármálaráðherra var
124
Tímarit lögfræðinga