Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 50
hefði ekki viðurkennt að vera faðir að barni stefnanda og hefði vottorð prestsins ekkert sönnunargildi um það efni. Við munnlegan flutning málsins var sú vörn höfð uppi, að krafa stefnanda í málinu væri fyrnd. Var því haldið fram í því sambandi, að höfðun máls þessa gæti ekki rofið fyrningu. I niðurstöðu dómsins var talið ósannað gegn andmælum stefnda, að hann hafi, er mál þetta var höfðað, gengist við faðerni barnsins, svo sem mælt væri fyrir um í lögum nr. 87/1947. Stefnandi hafi þvi ekki átt slíkan rétt á hendur stefnda að málshöfðunin verði talin hafa rofið fyrningu á meðlagskröfum þeim, sem stefnandi taldi sig eiga á hendur stefnda. Stefnandi iiafi höfðað barnsfaðernismál á hendur stefnda hinn 7. nóvember 1964 og skv. dómi i þvi máli og eiðvinningu stefnanda i samræmi við þann dóm sé stefndi faðir umrædds barns. Taldi dómurinn, að meðlagskröfur stefnanda á hendur stefnda, sem fallnar voru í gjalddaga fyrir 7. nóvember 1960 væru fallnar niður fyrir fyrningu, sbr. ákvæði 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905. Barnsmeðlag, sem Tryggingastofnun ríkisins greiddi með óskilgetnum börnum í desembermánuði 1960 hafi numið kr. 600,00 og skv. kröfugerð stefnanda nemi umkrafin barnsmeðlög ár- ið 1961 kr. 1200,00. Var því stefndi dæmdur til að greiða stefnanda þessar fjárhæðir, samtals kr. 1800,00 ásamt vöxtum, svo og málskostnaði. (Dómur bæjarþings Reykjavíkur uppkv. 11. marz 1966). 25. gr. laga nr. 7/1936 o. fl. D. höfðaði mál gegn G. persónulega og fyrir hönd fyrir- tækisins L. h.f. Málið var aðallega höfðað gegn fyrirtæk- inu L. h.f. til greiðslu eftirstöðva veðskuldabréfs að fjár- hæð kr. 14,000,00 með 1% mánaðavöxtum frá 17. ágúst 1965 til greiðsludags og málskostnaðar að mati réttarins. 134 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.