Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 61
25. ÞING NORRÆNNA LÖGFRÆÐINGA I OSLÓ 1969 Á bls. 82—84 þessa árgangs ritsins er dagskrá þingsins og vísast til hennar. Þingið var háð samkvæmt áætlun og fór hið bezta fram. Veður var með afbrigðum gott — helzt of heitt og móttaka Norðmanna öll hin höfðinglegasta. Af Islands hálfu komu 13 þátttakendur og auk þess 8 konur þeirra. Alls munu þátttakendur hafa verið 13—1400. Þingið hófst kl. 10 hinn 13. ágúst. Setningarræðu flutti prófessor Carl Arnholm, formaður norsku deildarstjóm- arinnar, en þakkir fyrir boð til þingsins og tillögu um þingforseta flutti Svíinn Sture Petrén, dómari í Alþjóða- dómstólnum í Haag. Var Carl Amholm kjörinn forseti samkvæmt tillögunni. Aðalritari — eða framkvæmdastjóri — þingsins var kjörinn Helge Hávind, hr. advokat. Fórst þeim forsetanum og starfsliði þeirra allt starf úr hendi með mikilli prýði. Dagskráin ber með sér, að þingið hófst með fyrirlestri norska prófessorsins Thorkel Opsahl um: Markeds- ordningene og lovgivningen i Norden. Síðasta daginn var almennur fundur þar sem rætt var um: „Retsud- viklingen pá anden máte enn gennom lovgivning“. Máls- hefjandi var Stig Strömholm, docent frá Svíþjóð. I þessum erindum og umræðum um hið síðarnefnda komu fram sjónarmið á viðfangsefnum, sem nú eru mjög til athugunar á Norðurlöndum og reyndar víðar. Sérfundir voru níu að tölu og mörg forvitnileg efni tekin til með- ferðar eins og dagskráin ber með sér. Þórður Björnsson yfirsakadómari og Gaukur Jörundsson prófessor voru frummælendur næstir aðalfrummælendum um tvö efni, eins og dagskráin ber með sér. Auk þess tók Þór Vil- hjálmsson prófessor þátt í „hringborðsumræðum“ um Tímarit lögfræðinga 145

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.