Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 62

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 62
efnið: „Erstatning for ideel skade“. UndirritaSur stjórn- aði tveim fundum og ritari var Guðmundur Ingvi Sig- urðsson hrl. Oslóborg bauð til kvöldverðar i ráðhúsinu 13. ágúst. Undirritaður var „skikkaður“ til þess að þakka af hálfu gestanna. Hinn 14. ágúst munu, að ég ætla, allir Islending- arnir hafa verið boðnir til miðdegisverðar á heimilum norskra lögfræðinga. Ilinn 15. ágúst var lokahóf á Hotel Bristol og Hotel Grand. Voru þar fluttar ræður, sungið og dansað. Af gestanna hálfu þakkaði Bernt Hjejle, hr. advokat, frá Danmörku. Sérstök nefnd kvenna hafði með höndum léiðsögn og skemmtun fyrir konur fundarmanna. Voru þar gefin tækifæri til þess að skoða ýmsar lista- og menningarstofn- anir í Osló, auk þess sem veitingar voru á takteinum. Eins og sjá má af þessari stuttu frásögn og dagskránni voru umræðuefnin margbreytileg þannig að hver og einn hafði rúmt valfrelsi um þátttöku. Má ætla, að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi. Ilinn þáttur þinganna er e. t. v. ekki núnna virði, en það eru hin persónulegu kynni, sem skapast við óformlegar umræður fundarmanna um efni á sviði laga og réttar al- mcnnt og einkum þá með norræna réttarhefð í huga. I lok þingsins þakkaði H. Honka, forseti finnska stjórn- sýsludómstólsins norsku deildarstjórninni og öðrum, sem hér áttu hlut að máli, ágætt starf við undirbúning þingsins og skipulagningu þess. Hann bauð síðan til næsta þings í Helsinki 1972, en þá eru liðin 100 ár frá fyrsta þinginu, sem háð var í Kaupmannahöfn árið 1872. Þess skal að lokum getið, að félagsmenn hér geta fengið sérprent af framsöguerindunum hjá undirrituðum, en síð- ar fá þeir þingtíðindin, þar sem birtar verða allar um- ræður og skýrslur, auk framsöguerindanna. Gjald fyrir þingtíðindin er kr. 200, sem er gjafverö. Nýir félagsmenn njóta sömu aðstöðu. Th. B. L. 146 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.