Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 64
Á VÍÐ OG DREIF FRÁ HÁSKÓLANUM Breytingar á lögum Háskólans og reglugerð. Með lögum nr. 22 12/5 1969 voru gerðar allmiklar breytingar á lögum háskólans nr. 60/1957. Breyttir þjóð- félags- og atvinnuhættir bæði hér og erlendis hafa leitt til þess, að mikil hreyfing hefur risið í þá átt, að tilhögun náms í háskólum þyrfti að endurskoða í ljósi fenginnar reynslu, og með þörf komandi ára i huga. Er hér nánast um alheimshreyfingu að ræða, sem taka ber tillit til hér sem annars staðar. Þelta umfangsmikla mál verður ekki tekið til meðferðar, en rétt þykir þó að benda á nokkur ákvæði hinna nýju laga, og þá helzt þau, er varða skipulag háskólans og stjórn. Um deildaskiptingu segir svo í 7. gr.: „1 Háskóla Islands eru þessar deildir: guðfræðideild, læknadeild, lagadeild, heimspekideild, verkfræði- og raunvísindadeild og við- skiptadeild. Þegar þrír prófessorar verða skipaðir i tann- læknisfræðum, getur menntamálaráðherra að fengnum tillögum háskólaráðs og læknadeildar mælt svo fyrir, að sérstök tannlæknadeild verði stofnuð. Við Háskólann starfa rannsóknastofnanir samkvæmt ákvörðun háskóladeilda og háskólaráðs og með samþykki menntamálaráðherra og skulu þær að jafnaði heyra undir háskóladeild. 1 reglugerð eða samþykktum má m. a. kveða á um starfssvið stofnunar, stjóm hennar og tengsl við háskóladeild og háskólaráð“. Um kennara segir i 8. gr.: „Kennarar Háskólans eru prófessorar, dósentar, lektorar, aðjúnktar, stundakenn- arar og erlendir sendikennarar. Dósentar og lektorar skulu vera þeir einir, sem hafa kennslu og rannsóknir við Háskólann að aðalstarfi. 148 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.