Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 7
til verka og tókst á viö viðfangsefnin af festu og dugnaði, en jafnframt af vandvirkni og nákvæmni, og lagði metnað sinn í að sjá borgið þeim hags- munum, sem honum var trúað fyrir. Hann var mjög farsæll lögmaður, sem hvergi mátti vamm sitt vita. Jóhann kvæntist 13. apríl 1957 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Ólafs- dóttur, en hún er dóttir hjónanna Ólafs Einarssonar, fyrrverandi héraðslæknis í Hafnarfirði, og Sigurlaugar Einarsdóttur. Þau Sigríður eignuðust 2 börn, Ólaf Einar, fæddan 31. júlí 1957 og Sigurlaugu Kristínu, fædda 25. maí 1970. Þeirra er harmurinn sárastur við fráfall Jóhanns og til þeirra leitar hugur allra vina þeirra nú í djúpri samúð. Jóhannes L. L. Helgason Andlát Jóhanns Ragnarssonar hinn 23. september s.l. bar að svo brátt og snemma, að helzt svipar til þess er aflaskip ferst í miðjum róðri. En sú er stundum raunin í lífsins ólgusjó; og reyndar gat þessi atburður ekki komið alveg á óvart þeim, sem til þekktu. Lítið dregur úr trega sú staðreynd, að í nær þriðjungi ríkja heims er meðalævi enn lítið meira en 40 ár. Á slíkum stundum er hugurinn bundinn við einstaklinginn, sem á bak er séð. Á verzlunarskólaárunum komu glöggt fram þeir höfuðkostir, sem löngum einkenndu Jóhann. Kapp að hverju sem hann gekk, fljúgandi mælska, skörp greind, reglusemi og miklir forystuhæfileikar. Engan þarf því að undra, þótt hann yrði brátt einn helzti forkólfur félagslífs þar. Hann hafði ótvíræðar skoðanir og var baráttumaður þeirra út í æsar; naut sín þeim mun betur sem meira var í húfi og úrslit tvísýnni. Það var oft gaman í glaðværri ólgu skóla- áranna að vera í hans hópi. — Áhugi hans á stjórnmálum var mikill. Hann hafði tröllatrú á einstaklingnum og taldi sem víðtækast frelsi hans til orða og athafna undirstöðu flestrar velgengni. Og hann hélt því hiklaust fram, ,,að sá duglegi ætti að hafa meira en hinn lati“, eins og hermt er eftir honum í frásögn af málfundi í gömlu skólablaði. Aldrei hef ég heyrt, að Jóhanni hafi reynzt erfitt að velja sér námsgrein, þegar í háskólann kom. Er það að vonum, svo margt sem hann hafði til brunns að bera, er gera mátti hann að góðum lögfræðingi; glöggskyggni, vandvirkni og málafylgju ekki sízt. Þekking hans, bæði á lögum og þjóðlífi, var staðföst, enda vissi hann, að sú væri leiðin til þess að geta orðið staðfastur sjálfur — og öðruvísi var hann ekki í essinu sínu. Skjólstæðingar hans voru orðnir margir og báru honum góða sögu. Hann var kominn í röð virtustu lögmanna landsins. Margur hefði spáð því, að Jóhann léti stjórnmálin meira til sín taka um ævina, en það mátti ekki verða. Þar missti margt þjóðnytjamál af öfl- ugum málsvara. Jóhann ver vel meðalmaður á hæð, grannvaxinn, Ijós yfirlitum, svipurinn skýr og einarður. Kvikar hreyfingar báru glöggan vott um vaskleik hans til orðs og æðis. i rödd hans var hvellur hljómur. Hann var skapríkur en hafði aðdáunarvert vald á skapi sínu. Glaðlyndi var ráðandi í fari hans og kími- leitar hliðar mannlífsins kunni hann vel að meta. Framgöngu sína vandaði hann. Hann var traustur drengskaparmaður. Hin síðari ár helgaði Jóhann sig mest starfi og heimili. Hvort tveggja 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.