Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Qupperneq 10
tækinu, sem hann starfaði síðan við til dauðadags. Sigurður öðlaðist rétt til málflutnings fyrir héraðsdómi 13. júlí 1962 og fyrir Hæstarétti 20. júní 1966. Kynni mín af Sigurði hófust árið 1967, er ég hóf störf hjá honum og með- eigendum hans. Unnum við um árabil allnáið saman. Þótti mér fljótt mikils virði að ræða við hann þau vandamál, sem við mér blöstu í nýju starfi enda Sigurður jafnan ráðagóður og ólatur leiðbeinandi. En örlögin leggjast misþungt á menn. Árið 1969 kenndi Sigurður þess sjúk- dóms, er hann átti næstu árin eftir að heyja harðari og manndómsmeiri bar- áttu við en flest okkar eru umkomin. Sú þrautseigja og nánast ofurmannlega orka, sem hann sýndi í þeirri hildi, er nútíma hetjusaga, er enginn mun gleyma, sem hennar varð vitni. Lífsviljinn var svo sterkur, að honum skyldi takast að sigra hið ósigranlega, og starfið, létt geð og vilji voru þau vopn, er beitt var. En enginn getur umflúið örlög sín, og að lokum varð hann eins og við öll að láta undan síga. Sigurður Sigurðsson var vandvirkur og skjótvirkur lögmaður. Hann vann öll störf lögmannsins, og þau voru honum létt í hendi. Um árabil flutti hann mikinn fjölda mála munnlega, og er mér til efs, að margir lögmenn hafi flutt fleiri mál en Sigurður, meðan hann var heill heilsu. Þessi málflutningur reynd- ist honum léttur, enda var hann vel til slíks fallinn, skýr, ákveðinn og fljótur að átta sig á aðalatriðum. Hagur skjólstæðinganna skipti hann öllu. Sigurður Sigurðsson var skoðanafastur maður. Hann gat verið harður í orðræðum gagn- vart andstæðingum sínum, einkum pólitískum, og hygg ég, að hann hafi þar notið föður síns, sem annálaður var fyrir ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Sigurður var einnig glettinn í góðra vina hópi, og aldrei man ég eftir lognmollu þar sem hann var viðstaddur. Auk lögmannsstarfa sinna vann Sigurður að félagsmálum lögmannastéttarinnar, einkum málum Iífeyrissjóðs lögmanna, og ennfremur ýmis trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Árið 1958 gekk Sigurður að eiga eftirlifandi konu sína, Sigríði Jónsdóttur, Geirssonar, læknis á Akureyri og Jórunnar Norðmann. Þau Sigríður eignuð- ust einn son, alnafna föður síns, nú 10 ára gamlan. Ég tel það hapþ og heiður fyrir mig að hafa fengið að kynnast jafn miklum mannkostamanni og Sigurði Sigurðssyni. Hans harða lífsbarátta hlýtur að verða hverjum, sem með henni fylgdust hvatning og kalla á endurmat á eigin lífsviðhorfum. Ég kveð ágætan vin, og bið Guð að veita konu hans, syni og ættmennum styrk á komandi tíma. Ég þakka honum ómetanlega samfylgd. Sigurður Hafstein 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.