Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 13
1. Óvissa um réttarlega stöðu. Þar er átt við, að maður er í vafa um,
hvaða réttarreglur gilda, eða er í vafa um gildandi rétt á víð-
tækara sviði.
Burt séð frá því, hvort vafi er um gildandi rétt eða ekki, geta
komið upp vandamál varðandi það, sem nefna má hina lögfræði-
legu stöðu.
Þar verður greint milli tvenns konar vandamála, sem einnig eru
lögfræðileg.
2. Vernd tiltekinna lögfræðilegra hagsmuna, t. d. þegar hagsmunum
einstaklings er ógnað eða hætta er á, að hann bíði tjón.
B. Loks getum við nefnt ákveðna lögfræðilega hagsmuni eða þarfir,
sem einstaklingurinn óskar eftir, t. d. gerð erfðaskrár, gerð
kaupsamnings um fasteign o. fl.
1 stuttu máli getum við því skilgreint lögfræðiaðstoð á þann hátt,
að þar sé um að ræða aðstoð, sem leitað er eftir við lausn vandamála,
er stafa af því, að viðkomandi þekkir ekki, hver réttur hans er, lögfræði-
legum hagsmunum hans er ógnað, eða hann óskar eftir að ná ákveð-
inni réttarstöðu, sem ekki er fyrir hendi.
Þörfin fyrir lögfræðiaðstoð
Þá er að því að víkja, hvort og hve mikil þörf almennings er fyrir
þá þjónustu, sem lögfræðingar láta í té.
Þar verður að gera greinarmun á tvenns konar þörfum.
1. Almennum lögfræðilegum upplýsingum og aðstoð við gerð lög-
gerninga, þ. e. lögfræðiaðstoð án þess að til málsóknar þurfi að
Gunnar Eydal lauk lagaprófi í maí 1971. Vet-
urinn þar á eftir var hann við framhaldsnám í
Kaupmannahöfn og lagði stund á vinnurétt.
Hann hefur verið starfsmaður Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja (BSRB) síðan sumarið
1972. I vetur er hann jafnframt kennari ( lög-
fræði við Menntaskólann við Hamrahlíð, en þar
er slík kennsla fyrir nemendur á „félagsfræði-
sviði“. i grein þeirri, sem hér birtist, ræðir
Gunnar þörfina fyrir aukna lögfræðiaðstoð,
einkum fyrir þá, sem eru illa settir fjárhags-
eða félagslega. Þá lýsir hann slíkri aðstoð á
hinum Norðurlöndunum, m. a. nýsettum regl-
um í Svíþóð. Loks segir hann skoðun sína á
því, hvernig best væri að haga réttarbótum.
11