Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Síða 38
sú háttsemi af hálfu stefnanda, er ábyrgð-
arregla 3. mgr. 67. gr. laga nr. 40/1968 nær
til. Stefndu bera þvl óskipta fébótaábyrgð
á fjártjóni stefnanda samkvæmt 1. mgr. 67.
gr. laga nr. 40/1968, sbr. 1. mgr. 69. gr. og
2. mgr. 74. gr. s. I., enda eigi ekki við aðr-
ar málsástæður af hálfu stefndu, eins og
málsefni þessu er háttað."
Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. mars
1973.
Dómari: Björn Þ. Guð'mundsson borgar-
dómari.
Lögmaður stefnanda: Jón Flnnsson hrl.
Lögmaður stefnda: Hákon Árnason hrl.
RÁÐSKONUKAUP.
Vorið 1952 flutti stefnandi, konan V, að
H-stöðum til bóndans S. Hún var siðan á
bænum óslitið, þar til S féll frá 1970. Allan
þennan tíma veitti hún búi S forstöðu með
hjálp annarra og nokkurri aðkeyptri vinnu.
Þau S bjuggu allan timann saman sem hjón
væru, en ekki voru þau gefin saman í hjóna-
band. V sá um heimilið, en vann auk þess
við bústörf eftir þörfum. Hún fékk ekki ráðs-
konukaup, en hafði endurgjaldslaust nokkrar
kindur á fóðrum.
S átti son, G, og var hann erfingi S og
tók allar eigur hans. Sagði hann V upp vist-
inni og vildi ekki greiða henni ráðskonu-
kaup. Höfðaðl V þá mál á hendur dánar-
búinu, og var krafa hennar aðallega tvlþætt.
Krafðist hún rúmlega 800.000 kr. I ráðskonu-
kaup og þess, að viðurkenndur yrði eign-
arréttur hennar að tilteknum hluta Ibúðar-
hússins á H-stöðum, þar eð hún hefði lagt
fé I bygginguna á slnum tíma.
Sannað þótti, að V hefði flust til S sem
sambýliskona, en ekki sem ráðskona, og
að ekkert hefði verið talað um kaupgreiðsl-
ur. Þegar af þeirri ástæðu þótti hún ekki
eiga rétt á ráðskonukaupi. Hins vegar þótti
hún eiga rétt á þóknun fyrir störf sin I þágu
búsins á H-stöðum fram yfir það, sem hún
fékk á sambúðartlmanum, þ.e. húsnæði, fæði
og fóður fyrir bústofn sinn. Var þessi réttur
sagður ófyrndur skv. undirstöðurökum 3. gr.
1. tl. laga nr. 14/1905. Við ákvörðun þókn-
unarinnar var tekið tillit til hins langa sam-
búðartlma S og V, þeirrar vinnu, sem V innti
af hendi I þágu búsins að H-stöðum, og loks
til þess, að eignir búsins höfðu aukist veru-
lega á sambúðartlmanum og Ijóst þótt, að V
hefði átt sinn þátt i þeirri eignaaukningu.
Sagði I dómnum, að með hliðsjón af þessum
atriðum væri þóknun til V hæfilega ákveðin
520.000 kr.
Um hinn þátt kröfu V sagði, að það væri
viðurkennt, að hún hefði greitt 16.300 kr. inn
á reikning S vegna byggingar ibúðarhúss á
H-stöðum. Væri ekkert fram komið, sem gerði
llklegt, að V hefði fengið þetta fé endur-
greitt. Hins vegar var talið Ijóst eftir gögnum
málsins, að engir samningar hefðu verið
gerðir um þetta framlag V, og að S einn
var þinglesinn eigandi. Þótti ekki unnt gegn
andmælum G að taka til greina þá kröfu V,
að hún yrði viðurkenndur eigandi að hluta
íbúðarhússins.
Dómur bæjarþings Reykjavikur 28. maí
1971.
Dómendur: Auður Þorbergsdóttir borgar-
dómari, Gaukur Jörundsson prófessor og
Árni Jónasson erindreki.
Lögmaður stefnanda: Tómas Árnason hrl.
Lögmaður stefnda: Magnús Thorlacius hrl.
BIFREIÐAÁREKSTUR — SKAÐABÆTUR
G, stefnandi málsins, var eigandi bifreið-
arinnar G-4707. Þessi bifreið var eitt sinn
flutt án endurgjalds á palli vörubilsins L-1057
á tiltekinn stað I Kópavogi. Þar átti að draga
G-4707 af pallinum yfir á jarðvegshleðslu með
aðstoð þriðju bifreiðarinnar, R-26079. Tveir
plankar voru lagðir milli vörubilspallsins og
hleðslunnar til að brúa bilið þar á milli.
Ekki tókst betur til en svo, að „stuðari"
R-26079 lét undan, og rann G-4707 út af
vörubílspallinum, lenti utan I enn einni bif-
reið (X-214) og hvolfdi síðan.
G stefndi Orkustofnuninni, eiganda
R-26079, og krafðist bóta. Byggði hann kröf-
ur slnar á 67. gr. og 69. gr. 3. mgr. umferð-
arlaga nr. 40/1968. Taldi G augljóst, að or-
sök tjónsins væri bilun eða galli á R-26079.
Orkustofnunin taldi hins vegar, að eigandi
L-1057 væri bótaskyldur, en ekki stofnunin.
Hefði ökumaður L-1057 stjórnað affermingu
G-4707 að öllu leyti, m.a. bundið taugina milii
bifreiðanna.
[ dómnum segir, að 1. mgr. 67. gr. umf,-
laga eigi ekki við tilvikið, þegar af þeirri
ástæðu, að endurgjald hafi ekki átt að koma
fyrir að draga G-4707 af vörubílspallinum.
Þá segir i dómnum, að G hafi ekki sannað,
að orsakir tjóns hans megi rekja til ásetn-
ings eða gáleysis ökumanns R-26079, eða
til galla á þeirri bifreið. Þótti ósannað, að
ökumaður vörubilsins hefði ekki getað
bundið taugina I aðra og öruggari festingu
á R-26079, en Ijóst var talið, að ökumaður
R-26079 hefði engan þátt tekið I að festa
taugina. Var Orkustofnun sýknuð.
Dómur bæjarþings Reykjavikur 7. júlí 1972.
Dómendur: Hrafn Bragason borgardómari,
Haraldur Þórðarson bifreiðasmiðameistari og
Ragnar Ingimarsson verkfræðingur.
Lögmaður stefnanda: Sveinn H. Valdimars-
son hrl. Lögmaður stefnda: Páll S. Pálsson
hrl.
36