Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Síða 40
Ávíð
0« dreif
Með þessu hefti lýkur 23. árgangi Tímarits lögfræðinga. Reynt hefur verið
að koma nokkru nýju sniði á útgáfuna. Sjálfsagt sýnist sitt hverjum um ár-
angurinn, en hér er ástæða til að beiðast velvirðingar á töfum á útkomu þessa
heftis, sem ekki mun verða í höndum lesenda fyrr en á árinu 1974. — i heft-
inu birtast ýrnsir fréttaþættir, sem safnað hefur verið frá því á s.l. hausti.
Áttu nokkrir þeirra að birtast í 3. hefti og voru samdir löngu áður en það kom
út. Varð þó að ráði að fresta birtingu þeirra vegna eindreginna tilmæla
framkvæmdastjóra tímaritsins um að hafa blaðsíðufjölda hvers heftis af
kostnaðarástæðum þann, sem í upphafi árs var áætlað. Eru höfundar beðnir
velvirðingar á því, að birting hefur dregist. Öllum þeim, sem lagt hafa til
fréttaefni cg annað efni í tímaritið, skal þakkað fyrir vinsemd og greiðvikni.
BÆJARFÓGETAEMBÆTTIÐ í VESTMANNAEYJUM
Eldgosið í Vestmannaeyjum hófst aðfaranótt þriðjudagsins 23. janúar 1973.
Sama dag og næstu daga voru bæjarbúar fluttir burtu að fyrirlagi yfirmanna
almannavarna og öllum bannað að koma þangað, nema fengið væri sérstakt
leyfi. Er svo var komið, var Ijóst, að bæjarfógetaembættið gat ekki rækt það
hlutverk, sem því var ætlað, ef aðsetur þess væri áfram í Vestmannaeyjum.
Var því gengið frá lögum, sem heimiluðu flutning embættisins til Reykjai-
víkur. Lögin voru útgefin 31. janúar 1973 (nr. 3/1973). Um sama leyti var haf-
inn undirbúningur að flutningi embættisins. Að tilhlutan dómsmálaráðuneytis-
ins fékk embættið til afnota húsnæði í Hafnarbúðum. Húsnæðið var þröngt
og að mörgu leyti óhentugt, enda aðeins ætlað til bráðabirgða. Stór salur
niðri í húsinu var hólfaður í þrennt, og fékk bæjarfógetaembættið einn hlut-
ann sem afgreiðslusal. Annan hlutann fékk bæjarsjóður Vestmannaeyja og
þann þriðja fékk Sjúkrasamlag Vestmannaeyja og umboð almannatrygginga.
Auk þess fékk bæjarfógetaembættið til afnota þrjú lítil herbergi á efstu hæð.
Aðeins litlum hluta af nauðsynlegum skjölum og embættisbókum varð komið
fyrir í húsnæðinu, en hinu var komið í geymslu. Varð þetta oft til baga við
afgreiðslu á ýmsum málum, er til féllu, eða er svara þurfti fyrirspurnum, er
embættinu bárust. Mikill munur er á þessu húsnæði og skrifstofuhúsnæðinu í
Vestmannaeyjum, sem fyrir margra hluta sakir verður að te'jast mjög gott.
Embættinu voru einnig leyfð afnot af bæjarþingstofunni við Skólavörðustíg til
38