Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 44
læknum að láta í té leiðbeiningar um takmörkun barneigna. Er lagt til, að aðrir starfshópar taki þátt í leiðbeiningarstarfinu, svo sem hjúkrunarfólk, Ijós- mæður, félagsráðgafar og kennarar, svo að unnt verði að ná með fræðslu og ráðgjöf til sem allra flestra. Til að efla þetta varnaðarstarf leggur nefndin til, að skiþulagðri ráðgjafaþjónustu verði komið á fót við sjúkrahús og heilsu- verndar- og heilsugæslustöðvar á öllu landinu, og að unnið verði að aukinni fræðslu á þessu sviði í skólum í samráði við fræðsluyfirvöld. Að því er fóstureyðingar varðar, ieggur nefndin til, að endanlegur ákvörð- unarréttur skuli vera hjá konunni. I 9. gr. frumvarpsins segir, að fóstureyðing sé heimil að ósk konu, ef aðt- gerðin er framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu, ef engar læknisfræði- legar ástæður mæla móti aðgerð. Skilyrði er, að konan hafi verið frædd um áhættu samfara aðgerð og hafi hlotið fræðslu um, hvaða féiagsleg aðstoð standi til boða í þjóðfélaginu fyrir þungaða konu og við barnsburð. Auk þess eru fóstureyðingar að læknisráði og að undangenginni félagsráð- gjöf, þar sem henni verður við komið, heimilar af læknisfræðilegum ástæðum, erfða- og fósturskaðaástæðum, félagslæknisfræðilegum ástæðum, félagsleg- um ástæðum og siðferðisástæðum. Nefndin telur æskilegt, að fóstureyðing sé framkvæmd áður en fyrstu 12 vikur meðgöngu eru liðnar, og slíkt er tímamarkið ef fóstureyðing er fram- kvæmd að ósk konu eingöngu. Nefndin telur þó nauðsynlegt að heimila fóstureyðingar að læknisráði fram til 16. viku meðgöngu. Eftir þann tíma verði fóstureyðingar einungis heimilar af ótvíræðum mannúðar- eða heil- brigðisástæðum. Nefndin leggur til, að ákvæðin um ófrjósemisaðgerðir (í gildandi lögum nefndar vananir) verði rýmkuð, þannig að slík aðgerð verði heimiluð, þegar viðkomandi óskar eftir því að vel íhuguðu máli, og eru í frumvarpinu sam- svarandi ákvæði um ráðgjöf og fræðslu i sambandi við umsókn um ófrjósemis- aðgerð og um fóstureyðingu. i frumvarpinu segir, að einungis læknar megi framkvæma fóstureyðingu og ófrjósemisaðgerð, og eigi slíkar aðgerðir að fara fram á sjúkrahúsum, sem heilbrigðisyfirvöld viðurkenna í því skyni, þar sem sérfræðingar á sviði kven- lækninga eða sérfrnðingar í almennum skurðlækningum starfa. í frumvarpinu kemur fram sú aðalregla, að konan standi sjálf að umsókn sinni um fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð, en ef konan (maðurinn) er ófær um að gera sér grein fyrir nauðsyn aðgerðarinnar, er heimilt að veita leyfi til hennar samkvæmt umsókn lögráðamanns. Ef ekki er fyrir hendi skipaður lögráðamaður, er skylt að skipa sérstakan lögráðamann til að standa að umsókninni. Umsókn um leyfi til aðgerðar skal að jafnaði fylgja læknisvottorð, eins og nánar er tilgreint í frumvarpinu. Nefndin leggur til, að heilbrigðisyfirvöld hafi eftirlit með framkvæmd lag- anna. Skal ráðherra skipa nefnd þriggja sérfróðra manna, sem annast úr- vinnslu gagna og hefur eftirlit með framkvæmdinni. Ef ágreiningur rís um það, hvort framkvæma skuli aðgerð, skal nefndin leggja úrskurð á málið inn- an viku, frá því að henni berst það í hendur. Nefndin leggur til, að ákvæði í almennum hegningarlögum um refsingu fyr- ir konu vegna fóstureyðingar verði felld niður. I 30. gr. frumvarpsins eru refsiákvæði vegna brota á ákvæðum þess. 42

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.