Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 50
félagsins sé hinn sami og fyrr, þó a3 verkefnin hafi aukist og féiagsstörfin
grípi æ meira inn í hin ýmsu málefni félagsmanna. Félagsmenn eru nú 30
að tölu, eða allir starfandi rannsóknarlögreglumenn í Reykjavík.
Það hefur frá fyrstu tíð verið snar þáttur í starfi félagsins að fá hina fær-
ustu menn, hvern á sínu sviði, til að flyta erindi á fundum um hin ýmsu
vandamál, er snerta störf rannsóknarlögreglumanna. Skal hér getið nokk-
urra þeirra:
Valdimar Stefánsson fyrrv. saksóknari rikisins. Umræðuefni: Skipulag og
starfshættir innan stofnunarinnar.
Þórður Björnsson saksóknari ríkisins, um tékkasvik o. fl.
Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari, um fjársvikamál.
Þórður Möíler yfirlæknir, um fíknilyf.
Jón A. Ólafsson sakadómari, um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar.
Sverrir Einarsson sakadómari, um auðgunarbrot.
Hallvarður Einvarðsson aðalfulltrúi, um sakamálarannsóknir.
Þórir Oddsson fulltrúi, um sönnun og sönnunargögn.
Tómas Einarsson kennari, um skólamál.
Eitt af þeim verkefnum, sem félagið hefur á stefnuskrá sinni, er að stuðla
að bættri aðstöðu rannsóknarlögreglumanna til að auka við þekkingu sína
og að þeim verði gert fært að fara til annarra landa til náms í lögreglufræðum
og til að kynnast starfsaðferðum þar. Það sem hefur háð framgangi þessa
máls, er fyrst og fremst fjárskortur og of mikið vinnuálag. Fáeinir menn
hafa þó fengið tækifæri til námsferða, og er óhætt að fullyrða, að það
hafi orðið rannsóknarlögreglunni til mikils gagns.
Rannsóknarlögreglumenn í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hafa með sér
félagsskap (Nordisk Kriminalpoliti Union, NKU) og að tilhlutan þess félags-
skapar var Félagi rannsóknarlögreglumanna í Reykjavík í fyrsta sinn boðið
að senda fulltrúa á 4 daga þing, sem haldið var í Helsingör í Danmörku
í ágúst á s.l. sumri. Boðinu var tekið með þökkum og sótti þingið formaður
félagsins. NKU hefur að aðalmarkmiði að stuðla að nánari tengslum á milli
rannsóknarlögreglumanna á Norðurlöndum og að gefa lögreglumönnum
tækifæri til að skiptast á skoðunum um hin ýmsu viðfangsefni í starfinu. Á
þinginu var rætt um nauðsyn þess að efla samstarf rannsóknarlögreglumanna
á öllum Norðurlöndum. Var m. a. fjallað um, hvort æksilegt væri að koma á
fót samnorrænni rannsóknarlögreglu. Aðgerðir í sakamálum, er snertu eitt-
hvert hinna Norðurlandanna, þyldu oft og tíðum enga bið og of seinlegt væri
að fara með málin í gegnum hin þunglamalegu stjórnkerfi landanna.
Það kom í Ijós á þessu móti NKU, að hin svokölluðu hvítflibba afbrot
(„white collar-forbrydelser“) eru sívaxandi vandamál. Er það mikið áhyggju-
efni starfsbræðra okkar á hinum Norðurlöndunum, hvernig staðið skuli að
því að mæta þeim vanda. Hið sama má segja um eiturlyfjamálin. Þau voru
nokkuð rædd, og bar öllum saman um, að þróunin á því sviði væri ískyggileg
og hvarvetna færu þau mjög vaxandi. Félag rannsóknarlögreglumanna í
Reykjavík telur að með boði NKU hafi náðst mikilsverður áfangi, þar sem
félaginu var gefinn kostur á aðild að samtökunum.
Núverandi stjórn Félags rannsóknarlögreglumanna í Reykjavík skipa eft-
irtaldir menn:
Gísli Guðmundsson (formaður), Sævar Þ. Jóhannesson (ritari), Jónas
48