Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Qupperneq 52
Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa er aðili að Norræna félagsráðgjafa- sambandinu og hefur sent fulltrúa á fundi og ráðstefnur mörg undanfarin ár. Ein slík norræn ráðstefna var nýlega haldin í Danmörku, þar sem fjallað var um stöðu og hlutverk félagsráðgjafa varðandi félagslegar rannsóknir. Enn fremur voru menntunarmál stéttarinnar mikið rædd. Undirrituð tók þátt í þessari ráðstefnu ásamt Sigrúnu Júlíusdóttur félagsráðgjafa á Kleppsspít- ala. Ráðstefnan stóð í fimm daga og tóku þátt í henni um 60 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum. Stefnt er að því að halda hliðstæða ráðstefnu á Islandi árið 1975, en næsta ár verður Finnland fyrir valinu. Að lokum má geta þess, að hafinn er undirbúningur að stofnun náms- brautar í félagsráðgjöf við Háskóla Islands. Margrét Margeirsdóttir. SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað 11. júní 1945. Til þess tíma höfðu íslensk sveitarfélög engin samtök haft með sér, engan sameiginlegan vettvang, þar sem þau gætu fjallað um sín sérstöku mál og engan sameigin- legan málsvara haft, sem gætti sameiginlegra hagsmuna þeirra. Hliðstæð sambönd höfðu þá verið við lýði á hinum Norðurlöndunum í áratugi. Frumkvöðull að stofnun sambandsins var Jónas Guðmundsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, sem alla ævi var mikill áhugamaður um sveitarstjórnarmál. Jónas varð fyrsti formaður sambandsins og gegndi því starfi allt til ársins 1967, en þá tók við formennsku í sambandinu nú- verandi formaður þess, Páll Líndal borgarlögmaður. Nú eru í Sambandi íslenskra sveitarfélaga öll sveitarfélög landsins, kaup- staðirnir 14 og hrepparnir 210. Skipulag sambandsins er í megindráttum þannig, að landsþing þess fer með æðstu völd. Landsþing er haldið fjórða hvert ár að afloknum hverjum sveitarstjórnarkosningum. Rétt til setu á landsþingi eiga fulltrúar frá öllum sveitarfélögum landsins. Fulltrúar á landsþingi kjósa fimm manna stjórn sambandsins til 4ra ára, svo og 25 menn í fulltrúaráð, sem kemur saman einu sinni á ári. Stjórn sambandsins kemur að jafnaði saman til funda einu sinni í mánuði og oftar, ef þörf krefur. Hlutverk sambandsins er fyrst og fremst að gæta hagsmuna sveitarfélag- anna og koma fram fyrir þeirra hönd innan lands og utan. Hagsmunagæsla sambandsins vegna sveitarfélaganna hefur fyrst og fremst beinst að ríkisvald- inu og stofnunum þess og þá sérstaklega að löggjafarvaldinu, Alþingi. Samkvæmt 76. gr. stjskr. skal rétti sveitarfélaganna til að ráða sjálf mál- efnum sínum með umsjón stjórnarinnar skipað með lögum. Stjórnarskráin tryggir því sveitarféögunum sjálfstjórnarrétt. En hvað er fólgið í þeim rétti og hvaða takmörkunum er hann háður? Því ræður almenni löggjafinn. Með lögum er kveðið á um mörg verkefni og skyldur sveitarfélaga og hverjir skuli vera tekjustofnar þeirra og oft í rauninni, hvernig tekjumöguleikum þeirra er háttað. Því má segja, að almenni löggjafinn, Alþingi, hafi líf sveit- arfélaganna í hendi sér. Annað meginhlutverk sambandsins er fræðslustarfsemi bæði út á við og inn á við. Út á við með því að upplýsa almenning í landinu um sveitarstjórn- 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.