Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Síða 53
armál og inn á við með fræðslu fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Sambandið hefur unnið að fræðslustarfseminni aðallega með tvennum hætti. Með útgáfu tímarits, bóka og bæklinga og með námskeiða-, funda- og ráðstefnuhaldi auk almennrar ráðgjafar- og upplýsingaþjónustu skrifstofu sambandsins. Frá upphafi hefur sambandið gefið út timaritið Sveitarstjórnarmál, sem kemur út 6 sinnum á ári. Þá hefur sambandið gefið út ýmis konar rit og bæklinga, s. s. Handbók fyrir sveitarstjórnir 1955, laga- skrá um sveitarstjórnarmálefni og ýmis rit undir samheitinu Handbók sveit- arstjórna, þ. á m. Sveitarstjórnarmannatal að afloknum hverjum sveitarstjórn- arkosningum. Þar er að finna nöfn allra kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum, svo og varamanna, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum, s. s. um nefndir á vegum hinna ýmsu sveitarfélaga. Er þetta rit mikilvæg handbók fyrir ýmsa aðila. Þá má geta þess, að á vegum sambandsins hefur verið samin Saga íslenskra sveitarfélaga. Fyrra bindi þess ritverks kom út í maímánuði 1972 á aldarafmæli Tilskipunar um sveitarstjórn á Islandi og nær til 1872. Annað bindi sögunnar er nú í undirbúningi og spannar tímabilið 1872 til 1972. Sambandið hefur á undanförnum árum haldið upp allumfangsmikilli fræðslu- starfsemi fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga með fundum, námskeiðum og ráðstefnum. Þar hefur verið fjallað um hin margvíslegustu efni, svo sem almenna sveitarstjórn, sveitarstjórn í strjálbýli, fjármál sveitar- félaga, fjárhagsáætlanir og reikninga sveitarfélaga, félagsmál og framkvæmd þeirra, skipulag tæknimála hjá sveitarfélögum, verklegar framkvæmdir sveit- arfélaga o. m. fl. — í sambandi við 25 ára afmæli sambandsins 1970 efndi það til ritgerðar- samkeppni um efnið: Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Verðlaun fyrir bestu ritgerðina um þetta efni hlaut Steingrímur Gautur Kristjánsson lög- fræðingur. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að tiltölulega lítið hefur verið ritað um íslenskan sveitarfélagarétt, Allt frá stofnun sambandsins hefur það leitast við að fá að fylgjast með undirbúningi laga, sem snerta sveitarfélög landsins almennt. Hefur sú venja skapast, að viðkomandi þingnefndir á Alþingi senda yfirleitt stjórn sambands- ins til umsagnar þingsályktunartillögur og lagafrumvörp, sem varða sveitar- félögin almennt. Þá hefur stjórn sambandsins oftast verið gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa í nefndir til að undirbúa frumvörp til laga, sem varðað hafa sveitarfélögin miklu. í sumum tilvikum hefur sambandið átt frumkvæði að slíkri lagasetningu og jafnvel samið lagafrumvörp, sem síðan hafa verið flutt á Alþingi lítt eða ekkert breytt. Að ósk sambandsins var fyrir nokkrum árum tekinn upp sá háttur, að þing- flokkarnir tilnefndu einn fulltrúa hver úr hópi þingmanna til viðræðna við stjórn samþandsins um þingmál, sem þýðingarmikil teldust fyrir sveitarfé- lögin. Hefur þetta samstarf gefist mjög vel að dómi sambandsins. Með fáum undantekningum má segja, að samskipti sveitarfélaganna og heildarsamtaka þeirra annars vegar og ríkisins hins vegar hafi farið vaxandi og batnandi undanfarin ár og áratugi. Ríkisstjórn og Alþingi hafa í æ ríkari mæli tekið tillit til sveitarfélaganna og óska þeirra, enda hafa sveitarstjórnar- menn bent á þá augljósu staðreynd, að þeir eru kosnir beinum kosningum með sama hætti og þingmenn og sækja því með svipuðum hætti vald sitt til fólksins og eru ábyrgir gagnvart því. 51

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.