Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 55
að sameiginlegum verkefnum ríkis og sveitarfélaga verði fækkað, eftir því sem unnt er. Einstök verkefni verði falin þeim aðila, sem eðlilegast er, að hafi þau með höndum miðað við eðli verkefnis, og þess gætt, að saman fari hjá sama aðila frumkvæði að framkvæmd, umsjón framkvæmdar og að sá sami aðili standi að öllu leyti undir kostnaði við framkvæmdina. Lagt er til, að ríkið hafi eitt með höndum verkefni, sem varða landsmenn alla nokk- urn veginn jafnt án tillits til búsetu, svo og verkefni, sem fela í sér jöfnun á aðstöðu einstakra byggðarlaga. Lagt er til, að ríkisvaldinu verði dreift út um landshlutana, eftir því sem unnt reynist og hentugt þætti. Talið er eðli- legt, að sveitarfélögin annist þau verkefni, sem fyrst og fremst snerti íbúa viðkomandi sveitarfélags, og ýmis verkefni er fjallað um, sem eðlilegt væri, að sveitarfélögin önnuðust og leystu í samvinnu. Talið er sjálfsagt, að stefnt verði að því réttarstaða allra sveitarfélaga verði hin sama, en nú er tölu- verður munur á réttarstöðu hreppa og kaupstaða. Þá er talið æskilegt. að stofnaður verði sérstakur stjórnsýsludómstóll, er skeri úr ágreiningi um stjórnsýslumálefni milli einstaklinga og sveitarstjórna og sveitarstjórna og ríkisins. i greinargerðinni er fjallað um fjölmörg verkefni ,,hins opinbera", aðila framkvæmdarvaldsins, ríkisins og sveitarfélaganna og gerðar tillögur um framtíðarverkaskiptingu. Magnús E. GuSjónsson FÉLAG SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Á ÍSLANDI Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna var haldinn 17. desember 1973. Þá var Jóhannes Elíasson bankastjóri endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri, Helgi Elíasson fyrrv. fræðslumála- stjóri, Knútur Hallsson skrifstofustjóri og frú Sigríður J. Magnússon. Á fundinum fiutti formaður skýrslu stjórnar um athafnir félagsins á liðnu ári, og verða hér taldir helstu þættir hennar: Dagana 15. og 16. mal var haldinn í Reykjavík árlegur fundur framkvæmdastjóra SÞ-félaga á öllum Norðurlöndunum ásamt fulltrúum upplýsingaskrifstofu SÞ í Kaupmannahöfn. Fundurinn reyndist hinn gagnlegasti. Hann sátu 11 erlendir gestir auk stjórn- ar íslenska félagsins, og var þar rætt um starfsháttu og árangur félaganna I ýmsum greinum. Hinn 24. október efndi félagið til fyrirlestrahalds um SÞ í 18 gagnfræða- og menntaskólum í Reykjavík og nágrenni. Félagið boðaði til almenns fundar 10. desember í tilefni 25 ára afmælis mannréttindayfir- lýsingar SÞ, og voru þar framsögumenn Sigurgeir Sigurjónsson hrl. og Þór Vilhjálmsson prófessor. Enn fremur flutti Einar Ágústsson utanríkisráðherra ávarp í útvarp þennan dag að tilstuðlan félagsins. I upphafi árs tók félagið að sér og hefur síðan annast útsendingu fréttabréfs upplýsingaskrifstofu SÞ í Kaupmannahöfn, en hún leggur til efnið, og Eiður Guðnason fréttamaður velur úr því og þýðir það. Á árinu komu út 11 bréf í rúmlega eitt hundrað eintökum hvert. i janúar var auglýst námskeið, sem SÞ halda árlega að sum- arlagi, annað fyrir stúdenta í New York, hitt fyrir kandidata í Genf. Þorsteinn Jónsson laganemi sótti fyrrnefnda námskeiðið. Tilgangur félagsins skv. lögum þess er kynning á og stuðningur við hug- sjónir og starfsemi SÞ og samræming starfa þeirra félaga, sem hafa svipuð 53

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.